Eimreiðin - 01.07.1959, Blaðsíða 20
162
EIMREIÐIN
nú á vit systur sinnar á Ljótsstöðum með dóttur sína. Giftist
hún þar Árna Sigfússyni frá Sunnudal, bróður Vigfúsar, er
áður gat. Fluttust þau síðan til Brasilíu og voru foreldrar
hins merka manns, Magnúsar, er nefndi sig Söndal, þar í
landi. Margrét dóttir Guðrúnar varð eftir og gekk í fóstur
til þeirra Ágústs og Halldóru. Gerðist hún hin mesta efnis-
stúlka og lærði læknisdóma af Ágústi fóstra sínum. Segir
Friðrik Guðmundsson frá Syðra-Lóni frá því í endurminn-
ingum sínum, að hann þóttist vart hafa séð fegurri stúlku en
Margrétu. Var hún f. 1857. Orð fór af því, að eigi hefði smá-
mennum verið fært að leita eiginorðs við liana, og þótti þó
mestu ráða hinn höfðinglegi svipur á Ágústi. Sat hún nú
ógefin í garði Ágústar. En árið 1894 andaðist Ágúst, og var
kona hans látin eigi löngu fyrr. Var hann þá aldraður orðinn,
foreldrar hans giftust 1814. Nú losnaði hálflenda sú, sem
Ágúst bjó á, og átti hana Þórarinn ríki á Bakka, eða eignað-
ist hana um þetta leyti. Þótti það nú ráð, að þau hjónin á
Valjjjófsstað, Gunnar og Katrín tækju jörðina, og gekk það
frarn, og fluttu þau á Ljótsstaði 1896. Margrét dvaldi enn á
Ljótsstöðum og stundaði yfirsetukonustörf og læknisdóma
og hafði hvers manns lof fyrir störf sín og ágæta framkomu.
Leið nú næsta ár, en hinn 18. september 1897 andaðist Kat-
rín. Dó hún við sárastan trega síns gáfaða sonar, sem enn
hefur verið lýst í bókmenntum þjóðarinnar. Var hún ágætis
kona, greind og hæglát, trygglynd og tilfinningarík og hafði
verið augasteinn foreldra sinna, sem bæði voru enn á lífi-
Lét Ljótsstaðaheimili ekki á sjá um virðingar í búsetu ]:>ess-
ara hjóna. Gunnar var mikill myndarmaður, vel í meðallagi
hár og þrekinn. Brúnleitur á hár og skegg og móeygur. Á
yngri árum var hann góður glímumaður, og |>að héldu Vopn-
firðingar, að nokkuð mætti á reyna, ef honum yrði aflfátt, svo
var hann saman rekinn og ]ró liðmannlegur. Hann hafði það
úr ætt, að talið er, að bera hallt höfuð, en eigi þótti það lýti
á honum, heldur eins og undii'strika mikinn persónuleika.
Hann var glaðlyndur, en þó skapmikill og hló manna kátast,
músikalskur, og hafði verið organisti í Valþjófsstaðarkirkju-
Hann gerðist hreppstjóri í Vopnafirði, norðurparti sveitarinn-
ar 1903, en í allri sveitinni 1908, og hélt fram á háan aldur,