Eimreiðin - 01.07.1959, Page 27
EIMREIÐIN
169
;íi'unuin 1912—14. Við aðra útgáfu sögunnar á íslenzku hel-
Ur Gunnar fellt niður síðasta þáttinn. Fer vel á þessu að
því leyti, að sagan rís hæst með Gesti eineygða, sem út af
fyrir sig er hrein perla, fáguð að fegurð og einstök í íslenzkri
skáldsagnagerð. Gestur er að vísu syndari og dýrlingur í senn
°g á meira skylt við helgimyndir, dregnar af Selmu Lagerlöf
eða Leo Tolstoj, en íslenzkan bóndason og prest, líkt og Borg-
‘Uættin öll rninnti fremur á sagnahetjur hjá Jónasi Lie og
ffjörnson en íslenzkt raunsæi, er þá var efst á baugi. Sög-
unni var því fálega tekið hér heima fyrir rómantískar fjar-
stæður, að mönnum fannst. Erlendir gagnrýnendur fundu og
að henni sitt af hverju. Auðvelt var að benda á sálfræðilegar
Veilur og öfgar í meðferð lita: menn og atburðir málað einhliða
°* dökkt eða ljóst. En kostirnir voru yfirgnæfandi: lnig-
ftvæmni í sköpun örlagaþrunginnar atburðarásar og skýr per-
s°nueinkenni, gerð með fám dráttum. I Gesti eineygða renn-
Ur innileiki frásagnargleðinnar og siðgæðisboðskapur höf-
nndar saman í eina heild, án þess að listin bíði hið minnsta
l.l°n af samvistunt við þá fögru kenningu, sem bókin flytur.
Eu hún er friðþæging fyrir lastafullt líf, sem aðalsöguhetj-
au Hfði á yngri árum, iðraðist synda sinna, gerðist beininga-
jnaður og miskunnsamur huggari, varð átrúnaðargoð fólks-
1Us. dáður fyrir góðvild og göfgi. Þannig ferðast hann um
Hnidið í 20 ár og kemur loks lieim í Hofsfjörð til að sættast
Vl® bróður sinn, sem hann lék svo grátt á yngri árum. Fegurst
er lýsingin á samfundum bræðranna, þegar Ormar loks skil-
111 > að hinn blessaði beiningamaður er enginn annar en Ketill
. r°ðir lians. Samstundis hjaðnar langvarandi jökull haturs-
1Us í sál Ormars líkt og mjöll á apríldegi. Bræðurnir sættast
.uni sáttum, og Gestur deyr, áður en kvöld er komið.
Eg sé alltaf eftir því, að Gunnar dæmdi Örninn unga úr
!k. Lýsingin á fjallgöngu hans er ógleymanleg. Með Ernin-
Uiii fær ættin uppreisn úr sorgum og ógæfu. í þessum loka-
Pa tti er bundinn endir á fegursta ástarævintýrið, sem Gunn-
^ hefur skráð, álíka einlægt og fábrotið sem sætt bræðranna:
uiir ungu elskendur hafa ekki talazt við, nema með aug-
UuUm, en j3ag er n5g; þau sEilja hvort annað, mætast og fal 1-
ast 1 faðma og verða sæl í sömu andrá. Þannig er list Gunnars: