Eimreiðin - 01.07.1959, Blaðsíða 28
170
EIMREIÐIN
ynnileg, hljóð og barnslega látlaus, en beinlínis gædd fersku
lífi. Þessi ferska nálægð við lífið er annar meginþátturinn í
list hans. Hinn er siðgæðið, sem hann missir aldrei sjónar af,
Jró að það viðhorf liggi ósjaldan vandlega dulið, þegar þess
er jjörf, svo að listin fái notið sín. Endra nær gagnsýrir postul-
leg kenning spámannsins heil verk, svo að án hennar væru
þau aðeins svipur lijá sjón. Þannig er Ströndin, ein átakan-
legasta bók, sem komið hefur út á íslenzku. Aðalsöguhetjan
er gáfaður og fórnfús prestur, séra Sturla. Hann töfrar sókn-
arbörnin með málsnilld sinni, tekur ynnilegan þátt í sorg
þeirra og gleði og bjargar skipshöfn úr lífsháska með hetju-
dáð. Vegna oftrausts á guði, sem um leið er skortur á ábyrgð-
artilfinningu, stofnar hann í liættu lífi konu sinnar, sem þeg-
ar hefur alið litla stúlku, en læknirinn trúði honum fyrir, að
nún þyldi eigi annan barnsburð. Konan fæðir aðra stúlku
•ueð miklum þjáningum og deyr að því búnu. Síðan verður
séra Sturla ekki samur maður. Trúartraust hans hefur beðið
alvarlegan hnekki og um leið metnaður og lífslöngun. Hann
lætur þingsæti sitt í hendur andstæðings síns. Thordarsens
verzlunarstjóra, sem hafði hrakið vin séra Sturlu, Finn á
Vaði, frá jörð sinni, af því að hann vildi ekki styðja Thord-
arsen til þingmennsku. Þá tóku prestshjónin Finn og fjöl-
skyldu hans Jieimili sitt, enda gekk kona Finns yngri dóttur
þeirra i móðiir stað þegar við fæðingu liarnsins. Einn feg-
ursti þáttur sögunnar er vinfengi barnanna, Sölva Finnssonar
og Blíðar, eldri dóttur prestsins. Má það skoðast sem mót-
vægi þeirrar mannvonzku og illra örlaga, sem bera sigur úr
býtum. Börnin drukkna á voveiflegan hátt. Séra Sturla finn-
ur líkin í fjörunni, þar sem þau halda Iivort í annars föt-
Svo kemur Finnur á slysstaðinn, og feðurnir bera börn sín
heirn. Eftir það fer Finnur til Ameríku með fjölskyldu sína
og þá dóttur prestsins, sem eftir lifir. Séra Sturla missir vitið,
gengur síðan meðal manna, en gerir engri skepnu mein, held-
ur leggur lykkju á leið sína til þess að stíga ekki ofan á orxna
á götunni og tekur marglytturnar, sem skolast við ströndina,
upp í vatnsfötu, rær með þær út á sjó og hellir þeim útbyrðis-
Með Ströndinni verður gagnger stefnubreyting á ritferli
Gunnars Gunnarssonar um sinn að því leyti, að hún er ósvik-