Eimreiðin - 01.07.1959, Qupperneq 32
174
EIMREIÐIN
til Danmerkur, stundar þar nám og berst harðri baráttu. Frá
námi hans og mistökum er sagt í þættinum Óreyndum ferða-
langi, sem gerist á Jótlandi. Svo fer liann til höfuðborgar-
innar. Frásögnin af lífi og viðbrögðum landa í Kaupmanna-
höfn er næsta fjölbreytt og fjörug, tvinnaðar saman á óvið-
jafnanlegan hátt sorg og glettni, sem ósjaldan er dálítið grá,
í mótsetningu við góðlátlega kímni, sem hvarvetna er ein höf-
uðprýði fyrri hluta verksins. Með aðdráttarafli einlægninnar
gæðir skáldið eigi að síður Hugleik hraðsiglandi seið og töfr-
um, eins og sagan öll er magni þrunginn strengjagaldur, minn-
ir að sumu leyti meira á ljóð eða hljómkviðu en laust mál,
svo tónræn er hún að eðli.
Fjallkirkjan er forvitnilegust bóka Gunnars Gunnarssonar.
Hún sýnir þróun hans frá fyrstu vitund, þar til hann vinnur
sigur og viðurkenningu sem skáld. í henni endurspeglast
þjóðlífið á þeim tíma, sem liún nær yfir, líkt og fjall í stafa-
lygnum firði neðan frá rótum og upp á brún. Um leið og
hún sýnir hátind verka Gunnars, er hún allt í senn: musteri
anda skáldsins, guðspjall gleði þess og sorga og trúarjátning,
skírt í eldi vonbrigða og þjáninga. Síðast en ekki sízt er hún
íslenzkt verk, þrungin svo ríkri ættjarðarást, að undrum sæt-
ir, að höfundinum skyldi nokkurn tíma liafa verið álasað
fyrir að vera óþjóðlegur.
Þegar Gunnar hafði lokið þessu mikla verki, 1928, tók
hann af alefli til við sagnabálk, sem hann nefndi Landnám-
í lok stríðsins fyrra hafði hann ritað fyrstu söguna í þeim
ílokki, Fíistbræður. Það er unglingasaga, hefur m. a. verið
gefin út fyrir danska menntaskóla, enda mjög skemmtileg og
meðal víðfrægustu bóka Gunnars. Lýsir trú, siðum, útþrá, æv-
intýralífi og landnámi Ingólfs og Hjörleifs. Framhald Fóst-
bræðra er Jörð, saga Arnarhvolsfeðga, Þorsteins Ingólfsson-
ar og Þorkels mána, og upphafs þjóðríkis á íslandi. Hvíti-
kristur er saga kristnitökunnar. Hafa þeir þar orðið til skipt-
is Runólfur í Dal og Svertingur son hans, er gefur ógleyman-
lega lýsingu á kristniboðanum, Þorvaldi víðförla. Næst í röð-
inni eru Bragðarefimir, leikrit, gert út af Bandamanna sögu,
og að því leyti ólíkt flestum verkum Gunnars, að það „fer
vel“; einurð og réttlæti ganga með sigur af hólmi í viðureign