Eimreiðin - 01.07.1959, Qupperneq 34
176
EIMREIÐIN
eftir á, að hann hali morð á samvizknnni," J) mælti prestnr-
inn ungi, sem var látinn fara með Bjarna utan og vera hjá
honum fram á síðustu stund, svo að hinn dauðadæmdi mað-
ur mætti njóta andlegrar huggunar á móðurmáli sínu, áður
en hann tæmdi sinn beiskasta þjáningabikar.
í Vikivaka fara einnig fram reikningsskil mannsins við sál
og samvizku. Sú saga er dulræns eðlis, eins konar dómsdag-
ur. Jaka Sonarsyni á Fokstöðum gefur sýn. Hópur framlið-
ins fólks birtist honum á gamlaárskvöld, upprisið úr gröfum
sínum. Hyggja vofurnar húsbóndann dómara allra tíma og
játa honum syndir sínar, Itver af annarri. Þær þvo sér, neyta
brauðs og víns, og eftir borðhaldið steypist yfir fólkið ærandi
tónlist, sem ásamt áhrifum vínsins kemur því til að kasta sér
út í villtan vikivakadans. Eftir viðburðaríka ársvist að Fok-
stöðum smíðar húsbóndinn draugunum himnastiga, sem þeir
fara eftir til hæða. Bókin er stórsnjöll, skemmtilegt sam-
bland draums og veruleika, sögu og samtíðar. Með henni
nálgast Gunnar aftur nútímann og þann heim, sem Ugg'i
Greipsson hrærðist í.
Hingað til reit Gunnar bækur sínar aðallega erlendis og
á dönsku. Eftir heimkomuna til íslands 1939 lauk hann við
söguna Heiðaharm að búi sínu, Skriðuklaustri í Fljótsdal-
Kom sú bók út 1940, frumsamin af honum sjálfum á íslenzku.
Framhald hennar, Sálumessu, reit Gunnar einnig á móður-
máli sínu. Kom hún út 1952, þrem árum eftir að hann flutt-
ist til Reykjavíkur. Þær gerast fyrir og eftir síðustu aldamót.
Sannari lýsingar af íslenzku sveitalífi hafa ekki verið gerðar.
En um fram allt eru þær lofgerð um átthagatryggð og trú-
mennsku, hjálpfýsi og samliygð. Þær eru eins konar ættar-
saga fólksins á Bjargi, þar sent börn og aðrir munaðarleys-
ingjar áttu öruggt athvarf og huggun vísa, á hverju seiu
gekk. Feðginin, Brandur og Bjargföst, Einar bróðir hennar
og Gilsbræður mættu verða sígildar persónur í bókmennta-
heiminum.
Víðlesnust allra sagna Gnnnars til þessa er Aðventa. Segh'
í henni frá einni af eftirleitum Fjalla-Bensa, sem tók sig upp
1) Svartfugl, bls. 262.