Eimreiðin - 01.07.1959, Side 38
180
EIMREIÐIN
rek Gunnars sýnu meira en írsku meistaranna að því leyti,
að hann varð að stilla streng sinn á íramandi tungu. En
móðurmál Yeats og Synges var enskan. Kemur þó engunr
heilvita manni í hug að telja þá ensk skáld.
í órofasambandi við skáldskap Gunnars hafa verið þýðing-
ar hans á dönsku og skrif um höfunda og bókmenntir. Mesta
afrekið á því sviði er ef til vill þýðing hans á Grettis sögu.1)
Af nýrri tíma skáldritum þýddi hann m. a. Gull eftir Einar
H. Kvaran og Sölku Völku eftir H. K. Laxness af íslenzku
og Medmenneskje eftir Olav Duun úr nýnorsku. Var Gunn-
ar fyrstur til að kynna Duun fyrir dönskum lesendum. Af
skrifum Gunnars um íslenzk skáld skulu nefndar ágætar rit-
gerðir um Jóhann Sigurjónsosn og Pál Ólafsson, sem birtust
með verkum þeirra.2) Þegar hlé varð á skáldlegri iðju, reit
hann um land sitt, þjóð og æskustöðvar. Auk greina í tíma-
rit skrifaði hann formála fyrir einu af bindum vandaðrar
íslendingasagnaútgáfu á dönsku, ágrip af sögu íslands, Saga-
öen (1935) og sérstaka bók um Fljótsdalshérað.3)
Sýnt hefur verið fram á, að Gunnar Gunnarsson lætur sig
eigi síður varða lífsins miklu list og skyldur þær, sent tilveran
leggur mönnum á herðar, en skáldskapinn. Hefur hann þvl
hvorki setið auðum höndum né þagað við öllu röngu, þegar
stórsannindum níðzt var á eða guð fól honurn að leysa sér-
stakt verkefni eins og Þorvaldi víðförla.
Eitt af brennandi áhugaefnum Gunnars er menningarlegt
og stjórnarfarslegt bandalag Norðurlanda. Af spámannlegim1
eldmóði, sem fáum er gefinn sem Gunnari, lióf hann bar-
áttuna fyrir þessu nauðsynjamáli þegar 1925 og liélt henni
áfram árum saman, fór um Norðurliind þver og endilöng>
flutti fyrirlestra, skrifaði í blöð og tímarit, en fékk daufar
undirtektir. Hér sem oftar var Gunnar langt á undan sinni
samtíð. Má telja víst, að flest Norðurlönd hefðu eigi átt u®
eins sárt að binda í síðustu styrjöld og raun bar vitni, ef hug'
sjón Gunnars hefði verið komin í framkvæmd í tæka tíð.
1) De islandske sagaer, 3. bind, Kh. 1932.
2) Jóhann Sigurjónsson: Rit, Rv. 1940 og Páll Ólafsson, Rv. 1944-
3) Árbók Ferðafél, ísl. 1944.