Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1959, Page 38

Eimreiðin - 01.07.1959, Page 38
180 EIMREIÐIN rek Gunnars sýnu meira en írsku meistaranna að því leyti, að hann varð að stilla streng sinn á íramandi tungu. En móðurmál Yeats og Synges var enskan. Kemur þó engunr heilvita manni í hug að telja þá ensk skáld. í órofasambandi við skáldskap Gunnars hafa verið þýðing- ar hans á dönsku og skrif um höfunda og bókmenntir. Mesta afrekið á því sviði er ef til vill þýðing hans á Grettis sögu.1) Af nýrri tíma skáldritum þýddi hann m. a. Gull eftir Einar H. Kvaran og Sölku Völku eftir H. K. Laxness af íslenzku og Medmenneskje eftir Olav Duun úr nýnorsku. Var Gunn- ar fyrstur til að kynna Duun fyrir dönskum lesendum. Af skrifum Gunnars um íslenzk skáld skulu nefndar ágætar rit- gerðir um Jóhann Sigurjónsosn og Pál Ólafsson, sem birtust með verkum þeirra.2) Þegar hlé varð á skáldlegri iðju, reit hann um land sitt, þjóð og æskustöðvar. Auk greina í tíma- rit skrifaði hann formála fyrir einu af bindum vandaðrar íslendingasagnaútgáfu á dönsku, ágrip af sögu íslands, Saga- öen (1935) og sérstaka bók um Fljótsdalshérað.3) Sýnt hefur verið fram á, að Gunnar Gunnarsson lætur sig eigi síður varða lífsins miklu list og skyldur þær, sent tilveran leggur mönnum á herðar, en skáldskapinn. Hefur hann þvl hvorki setið auðum höndum né þagað við öllu röngu, þegar stórsannindum níðzt var á eða guð fól honurn að leysa sér- stakt verkefni eins og Þorvaldi víðförla. Eitt af brennandi áhugaefnum Gunnars er menningarlegt og stjórnarfarslegt bandalag Norðurlanda. Af spámannlegim1 eldmóði, sem fáum er gefinn sem Gunnari, lióf hann bar- áttuna fyrir þessu nauðsynjamáli þegar 1925 og liélt henni áfram árum saman, fór um Norðurliind þver og endilöng> flutti fyrirlestra, skrifaði í blöð og tímarit, en fékk daufar undirtektir. Hér sem oftar var Gunnar langt á undan sinni samtíð. Má telja víst, að flest Norðurlönd hefðu eigi átt u® eins sárt að binda í síðustu styrjöld og raun bar vitni, ef hug' sjón Gunnars hefði verið komin í framkvæmd í tæka tíð. 1) De islandske sagaer, 3. bind, Kh. 1932. 2) Jóhann Sigurjónsson: Rit, Rv. 1940 og Páll Ólafsson, Rv. 1944- 3) Árbók Ferðafél, ísl. 1944.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.