Eimreiðin - 01.07.1959, Side 40
182
EIMREIÐIN
fremst. Um tvö af höfuðskáldum Norðmanna, Björnson og
Ibsen, hefur verið sagt, að annar væri hjartans, en hinn and-
ans maður, og getur hver, sem les verk þessara jöfra, sann-
færzt um, að það er ekki mælt út í bláinn. Á sama hátt getur
sannleikshollustan verið æðsta boðorð rithöfundar. Ég heyrði
einn lærðasta bókmenntafræðing Noregs komast þannig að
orði um Sigrid Undset, þriðja höfuðsnilling þess lands, að í
öllum hennar sögulegu skáldsögum væri hvergi rangt með
farið neina fræðilega staðreynd. Til slíkrar sannleiksholl-
ustu hlýtur að þurfa sterkan vilja með afbrigðum og mikla
trúmennsku. Mætti því kalla Undset höfund sannleiksástar
og viljafestu.
Gunnar Gunnarsson segir í eftirmála við Fóstbræður, að
sér hafi „alla daga verið meinilla við að víkja frá sennilegum
sögnum og atburðaröð.“ Á öðrum stað liggur fyrir vitnisburð-
ur Gunnars um, af hvaða kostgæfni hann viðaði að sér heim-
ildum í meistaraverkið Svartfugl.1) Sýnir þetta, að vöndug-
leiki í meðferð þarf engan veginn að draga úr listagildi.
svo sem dæmið um Sigrid Undset vottar eftirminnilega-
Að þessu leyti er augljós skyldleiki Gunnars og hennar.
Um líkingu með og áhrif frá Ibsen og Strindberg er áður
getið.
Sá samtímahöfundur, sem Gunnar hefur þó ef til vill dáð
mest, er enska skáldið Thomas Hardy. Vandamál samfélags-
ins, trúin á guð, tilgang lífsins og örlögin, blind eða miskunn-
arlaus — ábyrgðin, sem fylgir því að vera maður — allt eru
þetta meginþættir hjá báðum, dýpt tilfinninga og samúðar,
sem einnig minnir á Björnson. En harmsár örlög söguhetja
Gunnars eru víða svo átakanleg, að aftur og aftur verður
mér hugsað til hins enska snillings. Nægir að benda á seku
konurnar, Steinunni frá Sjöundá í Svartfugli og Tess d’Ur-
berville hjá Hardy, án þess að um neina stælingu sé að ræða.
Og líkingin nær lengra. Þegar sögurómönum Gunnars og Sælir
eru einfaldir og Vargi í véum sleppir, þá sækir hann efnið J
allar áhrifaríkustu sögur sínar heim í Vopnaf jörð og nágrenni
hans: Borgarættin, Ströndin, Fjallkirkjan, Heiðaharmur, Sálu-
1) Eftirmáli við Jörð, Rit IX. bls. 295—6.