Eimreiðin - 01.07.1959, Side 48
190
EIMREIÐIN
að hún var eina ljósmóðirin, sem hægt var að ná til, urðn
menn að gera sér það að góðu.
Telpan er samt ekkert sérstaklega óánægð með þetta. Hún
hefur nóg að gera allan liðlangan daginn og má ekki vera að
því að brjóta heilann um þess liáttar. Hún vaknar á morgn-
ana og klæðir sig í flýti. Mjaltirnar bíða hennar. Hún er
stundum syfjuð og liallar enninu upp að síðunni á kúnni til
þess að fela geispana. Hendur hennar hreyfast ósjálfrátt og
vélrænt, næstum eins og í draumi. Svo gengur hún inn með
fötuna sína og fer að þvo sér.
Það er farið að vinna á vellinum í maílok. Vindurinn blæs
um liana, í senn svalur og lrlýr. Hún rakar og rakar og kepp-
ist við. Herðir sig við skákina sína á móti Jónínu. Þær vinna
saman mestallan daginn, en þó tala þær lítið saman .Jónína
er ekki málgefin. Það er ekki svo sem, að það geri neitt til-
Það er gott að hafa næði til Jress að hugsa, einstöku sinnum-
Hugurinn flýgur víða, ef honurn er sleppt lausum.
Oftast nær er hugur hennar heima á Hjalla. Hún rifjar
upp fyrir sér liðna atburði og getur sér til um, hvað skeð
hafi, eftir að hún fór. Skyldi vera búið að vinna á upptún-
inu? Skyldi vera farið að gera hreint? Skyldi vera búið að
Jdvo ullina? Skyldi litla barnið verða skírt bráðum? En hún
talar aldrei um Joetta við Jónínu. Ef þær tala saman, þá eru
Jrað aðeins örfá orð um vinnuna eða veðrið.
Jónína er ólík Þorgerði, þó að hún sé dóttir hennar. Þor-
gerður er há kona og dökkhærð, beinaber og harðleit í and-
liti. Jónína er lágvaxin og grönn, dökkhærð, fölleit og mjó-
leit. Hún er dálítið lotin, þó að hún sé ekki nema rúmlega
Jrrítug, og hún hefur þann ávana að loka angunum öðm
hvoru, eins og hún hafi verk í þeim. Hún er sívinnandi, þög-
ul og hæg, en hún er ekki afkastamikil.
Þær raka dag eftir dag, og síðan tekur telpan hrúgurnar
upp í hjólbörur og ekur þeim heim að bæ að eldiviðarhlað-
anum.
Vorverkin eru unnin livert á fætur öðru. Ullin er þvegin
niðri við á, hálftímagang frá bænum. Það verður að flytja
allt á hestum, ull, eldivið og þvæli. Telpan skolar, en Þorgerð-
ur þvælir, og Jónatan gamli flytur ullina til og frá. Hann er