Eimreiðin - 01.07.1959, Side 50
192
EIMREIÐIN
föt, fallegan hest og skemmtiferðir. Samt var alltaf eins og
henni fyndist, að þetta væri ekki fnllnægjandi. Að eitthvað
annað hlyti að bíða hennar, eitthvað, sem hún vissi ekki livað
var og gat ekki skilgreint. Það var stundum eins og henni
fyndist, að ef hún stæði alveg kyrr og hlustaði með lokuð
augu, myndi hún heyra, hvað þetta eitthvað væri. En henni
tókst aldrei að heyra það.
Núna þegar straumurinn niðar fyrir eyrum hennar, er eins
og hún heyri óm af einhverju í fjarska, óm, sem nálgast og
fjarlægist, en ekki er hægt að skilgreina. Og allt verður liljótt
í huga hennar í ákefðarfullri spurn. Svo rankar hún aftur
við sér og fer kannske að raula eitthvað til þess að heyra sína
eigin rödd og fullvissa sjálfa sig um, að hún sé vakandi.
Þegar búið er að þvo ullina, er farið heim. Þorgerður geng-
ur á undan og hraðar sér. Jónína er langt á eftir með vagn-
hestinn. Telpan er ein í hálfbirtu vorkvöldsins. Fuglarnir
flögra upp við fætur hennar öðru hvoru, og það er ilmur af
blóðbergi úr börðunum. Hún vefur svuntunni sinni utan u®
hendurnar á sér og reynir að liraða sér öðru hvoru. En svo
gleymir liún sér aftur og hægir sporið.
En hve heimurinn er undarlegur og hún sjálf líka. Hún
heyrir enn þá straumniðinn í f jarska, og það er eins og hann
kalli á hana, seiði liana til sín. Hugur hennar fyllist klökkva,
og hún skilur ekki og veit ekki, hvers vegna það er svo.
Þannig líða dagarnir í önnum og draumum. Vorhrein-
gerningarnar umturna öllu í baðstofu, eldhúsi og búri. Alb
er þvegið, eins og það hefði aldrei verið þvegið áður. Þegar
búið er að þvo og laga til, er samt ekki hægt að sjá neinn mis-
mun, því að allt var hreint, áður en byrjað var.
Svo fer grasið að teygja sig upp mót sólinni. Fíflarnir breiða
úr sér í hlaðvarpanum. Hún telur Jrá og sér fleiri og flein
með hverjum deginum, sent líður. Sumarið er að koma.
III.
Einn góðan veðurdag er komið til Jress að sækja Þorgerði-
Það er bóndi innan úr sveit. Hann kernur með tvo til reiðaE
og hestarnir eru sveittir, Jrví að hann hefur riðið svo hratt.