Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1959, Síða 50

Eimreiðin - 01.07.1959, Síða 50
192 EIMREIÐIN föt, fallegan hest og skemmtiferðir. Samt var alltaf eins og henni fyndist, að þetta væri ekki fnllnægjandi. Að eitthvað annað hlyti að bíða hennar, eitthvað, sem hún vissi ekki livað var og gat ekki skilgreint. Það var stundum eins og henni fyndist, að ef hún stæði alveg kyrr og hlustaði með lokuð augu, myndi hún heyra, hvað þetta eitthvað væri. En henni tókst aldrei að heyra það. Núna þegar straumurinn niðar fyrir eyrum hennar, er eins og hún heyri óm af einhverju í fjarska, óm, sem nálgast og fjarlægist, en ekki er hægt að skilgreina. Og allt verður liljótt í huga hennar í ákefðarfullri spurn. Svo rankar hún aftur við sér og fer kannske að raula eitthvað til þess að heyra sína eigin rödd og fullvissa sjálfa sig um, að hún sé vakandi. Þegar búið er að þvo ullina, er farið heim. Þorgerður geng- ur á undan og hraðar sér. Jónína er langt á eftir með vagn- hestinn. Telpan er ein í hálfbirtu vorkvöldsins. Fuglarnir flögra upp við fætur hennar öðru hvoru, og það er ilmur af blóðbergi úr börðunum. Hún vefur svuntunni sinni utan u® hendurnar á sér og reynir að liraða sér öðru hvoru. En svo gleymir liún sér aftur og hægir sporið. En hve heimurinn er undarlegur og hún sjálf líka. Hún heyrir enn þá straumniðinn í f jarska, og það er eins og hann kalli á hana, seiði liana til sín. Hugur hennar fyllist klökkva, og hún skilur ekki og veit ekki, hvers vegna það er svo. Þannig líða dagarnir í önnum og draumum. Vorhrein- gerningarnar umturna öllu í baðstofu, eldhúsi og búri. Alb er þvegið, eins og það hefði aldrei verið þvegið áður. Þegar búið er að þvo og laga til, er samt ekki hægt að sjá neinn mis- mun, því að allt var hreint, áður en byrjað var. Svo fer grasið að teygja sig upp mót sólinni. Fíflarnir breiða úr sér í hlaðvarpanum. Hún telur Jrá og sér fleiri og flein með hverjum deginum, sent líður. Sumarið er að koma. III. Einn góðan veðurdag er komið til Jress að sækja Þorgerði- Það er bóndi innan úr sveit. Hann kernur með tvo til reiðaE og hestarnir eru sveittir, Jrví að hann hefur riðið svo hratt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.