Eimreiðin - 01.07.1959, Side 58
200
EIMREIÐIN
á Grána. Hún gleymir jafnvel framtíðinni í fögnuði dagsins,
og þegar hún kveður og ríður af stað, er orðið of seint að
spyrja neins frekar.
Hún ríður fram göturnar og horfir og horfir. Þennan
mel kannast hún svo vel við og þetta liolt. En hún lieldur
álram, og það hverfur bráðlega að baki henni. Og allt í einu
skilur hún, að liún er í raun og veru farin að heiman fyrir
lullt og allt. Það er eins og hún. hafi ekki skilið það fyrr. Og
augu hennar fyllast af tárum.
Draumvísa Rö^nvaldar á Lamhanesú
I>að slys varð á dögum Gránufclagsins, að eitt a£ skipum þess, Gefjun,
fórst í ofviðri og stórsjó. Meðal þeirra, sem á skipinu voru og með þvl
fórust, var maður nokkur að nafni Eggert, sem áður var lijá Snorra
faktor á Siglufirði, Pálssyni, skálds í Viðvík. Til skipsins spurðist aldrei-
En nokkru eftir að það lagði af stað í sína síðuslu siglingu, dreynid1
Rögnvald á Lambanesi í Fljótum, að Eggert kæmi á glugga hjá sér og
kvæði vísu. Geta má þess, að Rögnvaldi þóttu henta betur verkleg en
andleg viðfangsefni. En vísan er svona:
Eftir útivist stranga,
enginn því valda má,
Gefjun réð sundur ganga
grjóti og skerjum á.
Reipunum reyrður liörðu,
rekkar mig engir sjá.
Öldurnar illt ei spörðu,
upp mig ráku i gjá.
Eftir sögn Halldóru Margrétar Einarsdóttur.
Þ. Guðm. skrásetli.