Eimreiðin - 01.07.1959, Side 62
204
EIMREIÐIN
Iivaða boðskapar raka og tilfinninga, sem þurfa þykir, og þótt
mjög vel felist, hvað nýsmíðin hefur til þess að framkvæma
með erindi sín í stað þess, er kastað er. En skyggni ritstjórnar
á gagnsemi endurtekningarinnar sést á því, er S. S. segir í rit-
dómi um bók Thors Vilhjálmssonar: Andlit í spegli dropans,
en þar stendur eftirfarandi, eftir að áður er búið að geta að
góðu annarra brátt nefndra stílbragða Thórs og færa þau
honum til tekna.
,,Enn skal minnzt á eitt atriði í stíl Thórs, sem er sömu
ættar og notkun ltans á eignarfalli og líkingum, en Jrað eru
endurtekningar. Víða tekst honum að auka Jrannig spennu
frásagnarinnar og áhrifamagn, hamra orð sín í hug lesand-
ans. Sem dæmi um slíkan frásagnarhátt má nefna lok XI-
kafla og upphaf XII. kafla í Þau:
„Hann finnur að liann á að bíða þarna á þessum sama stað
og jtangað korni ltún í heitu myrkri til hans.
Hún kemur, Iiugsar hann. Komdu lnigsar liann.
Þú kemur.
Já, hugsar hún um daginn, ég kem.
Það er komið langt fram á þennan heita dag þungan og
mollulegan og hún hugsar: já, ég kem“.“
Þessi endurtekning skyldra málsgreina á sér mátt og er tæki
til mikilla starfa, en sé hún notuð til hlítar, rnyndar hún kvæði,
að öðru jöfnu fegurst mál og máttugast, sem orðið getur, en
hún gerir ekki ókvæði.
Það mætti virðast meinlítið, þótt einhverjir labbakútar
eða sóðar sniðgengju sér til léttis reglur um ákjósanlegasta
frágang einhvers verkefnis, allra helzt ef verkið ynnist þó til
nokkurra nytja, en Jrað er samt ekki skaðlaust neinum, og
]>að er jafnvel ekki öruggt, að allir þeir þyki, séu eða jmrfi að
vera einskis verð smámenni og áhrifalaus, sem hrjóta af ser
um ljóðform eða aðra listsköpun án ])ess að játa það ambögn,
sem eitthvað skortir á auðkenni tegundar sinnar. Bragliða-
skortur Jrarf t. d. engu að spilla nema rétti hins óliðaða rnáb
til að heita kvæði eða ljóð. Bragliðaruglingur er verri, Jrar sem
hann venur menn á að leita takts og áherzlna í því niah.
sem skortir j)etta hvort tveggja alltaf öðru hvoru, og freistar til
að gæta Jress ekki, Jrar sem það ])ó er, heldur afbaka annað