Eimreiðin - 01.07.1959, Side 66
208
EIMREIÐIN
skyldi helzt ekki heimta hann samþykktan né sjálfan sig'
styrktan til boðunar hans, nema hann flytji erindi sitt á skilj-
anlegri tungu — skiljanlegri þeim, sem njóta skulu.
Járnsmiður Ásmundar Sveinssonar og önnur bákn hans og
furður bera með sér frumleika, dugnað og margvíslegt mann-
tak, en minna hvað túlkunarhæfni snertir dálítið á stúlku-
kindina, sem fór í siglinguna um árið, komst út fyrir Hrísey
og gleymdi á utanlandsferðinni hvað hrífa hét á íslenzku og
]:>að án þess að hafa komizt svo langt, að hún lærði nafn á
áhaldinu á öðru tungumáli, heldur bjó því til ónefni.
Listbyltingamenn þeir, sem sýnt hafa lit á að skýra afstöðu
sína, hafa mjög á orði kröfuna um frelsi til listrænnar sköp-
unar, frelsi höfunda til að tjá sig eftir eðli sínu og þörfum
listar sinnar.
Þurftu þeir ekki Eysteinn Ásgrímsson, Jón Arason, Hall-
grímur Pétursson, Matthías Jochumsson og Einar Benedikts-
son sams konar frelsi?
Nei, Jjeir komust af án þess. Þeim var J:>að frelsi að hlíta lög-
um máls og menningar jjjóðar sinnar. Það var eðli þeirra og
tjáningarvegur, jafnvel Jjótt þeir færu stundum fegur á veg-
inum en aðrir áður og síðar og kunni að hafa fengið gang-
lagið tamið í sig að ekki litlu leyti. Það mætti halda, að ný'
prentaðir eða öðruvísi birtir stórbyltingamenn flestra list-
forma væru flugumenn settir til liöfuðs allri Jijóðlegri menn-
ingu. Jafnvel visnaðar greinar, sem enginn ætlaði til neins að
nota, þarf að ráðast á. Útilegumannatrúna: löngu andað líkið:
þessa horfnu skoðun, að til hafi Jieir menn verið, sem tókst að
lifa á gæðum lands síns einum saman, þurftu Laxness og Gunn-
ar Benediktsson að hafa fyrir skotmark, og þótt Þórbergnr
Þórðarson játi trú sína á drauga, þá gerir hann ]>að svo skrýti'
lega, að vel gæti það verið ein aðferðin til að slíta tengslin a
milli forns tíma og nýs.
Og þótt ekki væru margir í þeirri aðför af ráðnum hug>
])á er til bæði hermihneigð og mannalæti, sem gætu dregið 1
þann flokk fjölgun til drjúgra muna, kannske nóg til meið-
inga, máske til dauða Jdví, sem móti er unnið og er af því, sem
ég ann og met, fyrst að telja ljóðvana þjóðarinnar og brag'
eyra.