Eimreiðin - 01.07.1959, Side 78
UPPSKERUHATIÐIN
Eftir Martin A. Hansen.
Það var síðla dags á Mikjálsmessu i'yrir mörgum árum, að
sviplegt dauðsfall átti sér stað á sjálenzkum bóndabæ, sem
liastarlega og voveiflega kom uppskeruhátíðinni úr skorðum
og fékk annríkisysinn á þeim stóra bæ til að hljóðna.
Eftir þennan atburð hvíldi í nokkur ár þungbúinn skuggi
yl ir lágum stráþökum bæjarins og myrkum ávaxtagarði. Glögg-
skyggnir menn sáu þennan skugga. En nú er þetta gleymt.
Bændur, gestir, vinnuhjú eru farin sömu leið og jressi sak-
lausa fórn, sem átti sér ekki mikils að vænta af heiminum,
fremur en heimurinn af þessum litla dreng. Hefði hann náð
liáum aldri, mundi hann kannske jafnvel hafa markað ógreini-
legri spor, en hann gerði með þessum sviplega aldurtila, er
síðar meir, þegar fór að fyrnast yfir þennan ömurlega atburð,
varð að gómsætu umræðuefni og endurminningadjásni, eins
og öll ógæfa og eymd verður að lokum, áður en í gleymsku
fellur.
Þetta kvöld vörpuðu ljósin fölri birtu út frá öllum glugg*
um á stofuhúsinu; en bjarminn frá þeirn náði varla að þrengja
sér út í fjarlægasta hornið á óþrifalegum húsagarðinum 1
gegnum þoku og súldað septemberloftið, sem hvíldi einnig
sem mara yfir dökkbrýndum, nýplægðum ökrum. Inni í eld-
húsinu var loftið mettað af reyk og gufu, en konur á harða-
hlaupum með potta og kirnur, nærri skynlausar af önnum
og ótta. Húsmóðirin skundaði fram og aftur um þetta langa
hús í svörtum brakandi silkikjól með ermarnar brettar upp
um gilda handleggina. Stóll hennar uppi við kvennaborðið
var oftast auður, og með brúna feiti eða rautt ávaxtamauk
á fingrunum hamaðist hún án afláts frá einu í annað, rekin