Eimreiðin - 01.07.1959, Blaðsíða 80
222
EIMREIÐIN
i 11 og þokkaleg. Jens Otto var laglegur, dökkhærður og fag-
ureygur. En hugarangur hafði strokið deyfð og drunga yfir
þessa fallegu ásjónu.
Kúasmalinn snaraði fullu vínglasi yfir til hans: „Fáðu þér
sopa til viðbótar, þá væri ekki úr vegi, að þú fengir að máta
stóru stígvélin mín.“ Drenginn setti dreyrrauðan, hann kvaðst
ekki hafa neitt á móti einum sopa, en ekki þora það, og þá
setti að honum feimnishlátur. „Hvers vegna þorir þú það
ekki? Vegna föður þíns? Hann leifir ekki af því sjálfur,“ sagði
kúasmalinn, „og hann hefur sjálfsagt gefið ykkur að smakka
á því, þcgar ekki var til eldiviður í ofninn, eða hvað.“ Jú, einu
sinni,“ sagði drengurinn hlæjandi. „Sjáið um, að þið hafið
nóg að In'ta og brenna," sagði húsmóðirin; liún skundaði með
stjörvu augnaráði um þveran sal vinnuhjúanna og reyndi
um leið í ráðaleysi að draga fram silkiermarnar. „Nú verður
þú að flýta þér,“ sagði kúasmalinn við kafrjóðan drenginn,
„nú fer presturinn brátt að halda ræðul“
Uppi í stóra salnum, jiar sem á hvítkölkuðum veggjunuin
héngu nokkrar litaðar biblíumyndir, biðu menn jjess, að prest-
urinn héldi ræðu. Það sátu jiarna rúmlega fjörutíu manns
í dökkum veizluklæðnaði, konur sér við borð og karlar við
annað. Hvítir og stífir borðdúkarnir hurfu næstum undh'
krásunum, stórsteikum, gæsum, endum, fiski, grænmeti og
drykkjarföngum. Menn höfðu setið undir borðum í nærri
tvo tíma, án mikilla samræðna, en nú fór heldur að losna
um tungutakið. Samtöl og hlátrar gengu nú jafnar yfir, og
húsfreyjan hafði setzt í sæti sitt með jiröngar silkiermar og
eltirvæntingu í svipnum; óðum leið að jiví, að presturinn
byrjaði. Margir gutu til hans augunum, jiví að hann hélt a
skeið í hendinni og gat jiví hafið mál sitt umsvifalaust, með
|)ví að slá henni við glasið.
En Jjað var enginn asi á presti. Blikið frá björtum, hlédræg'
um augum hans flökti frá einum til annars við borðið. Hann
fann það sér til gleði, að hann hafði gleymt jjví, er hann
aælaði að segja. Það jjótti lionum góð ábending, ]jví að \>'x
vissi hann, að orðin mundu opna ótæmandi hirzlur sínar, uin
leið og hann stæði upp og ýtti stólnum aftur fyrir sig. En a
|)ví augnabliki, sem hann var hamingjusamlega laus við að