Eimreiðin - 01.07.1959, Blaðsíða 82
224
EIMREIÐIN
sakanlegir bændur, sveigjanlegir eins og strá, stífir eins og
staurar, tilfinningalaus flokkur, sem auðveldlega gæti skotið
skelk í bringu prédikara, eins og þessum unga presti. Og í
sama svip rumskaði óróleg tilfinning í honum af þeirra völd-
um. Sameinkenni þeirra gliðnuðu í sundur fyrir sjónum hans,
og hann sá ruglingslegan breytileik. Mergðin skiptist í ein-
staklingseðli, sem stungu í stúf hvert við annað, hávaxna og
hæggerða menn, lágvaxna og durgslega, geysistóra menn með
lítil höfuð og smávaxna með stór höfuð og skarpleit andlit.
Þarna voru hnöttótt, rauðjDrútin andlit, toginleitar, rauð-
birknar, grimmúðugar ásjónur, gamlar, hrukkulausar ásjón-
ur og ungleg andlit með djúpum hrukkum. Öndvert honum
sat svarthærður og svartskeggjaður bóndi, gulgrár og mikil-
úðlegur eins og Kastalíubúi; við hlið Iians sat gamall maður,
en stuttklipptur, grár kollurinn og kringluleitt andlitið átti sér
óbrigðul einkenni Slavanna. Og sjálfur húsráðandinn og veit-
andinn, Andrés Andrésson, óðalseigandi, mundi hreint ekki
sóma sér illa meðal mongólskra kynblendinga. Bæri einhverj-
um að ávarpa þennan óárennilega og ískyggilega flokk, sem
virtist hafa steðjað saman, ekki frá sjálenzku sveitarfélagi, held-
ur frá fjarlægum löndum og mörgum erlendum þjóðllokk-
um, varð sá maður að hafa áður orðið fyrir áhrifum hvíta-
sunnuundursins, svo að hann gæti talað mörgum tungum og
\ ið hæfi gerólíkra manna. Presturinn renndi sjónum enn á ný
yfir flokkinn og varð jrá aftur áskynja hins dulúðuga samfé-
lags, er tengdi hópinn í eina heild, og ummyndaði Spánverj-
ann, Slavann, Mongólann og Norðurlandabúann í sjálenzka
bændur. Presturinn skynjaði lrið dulræna samband og forna
sáttmála, sem ekki er hægt að innlima menn í, en þeir eiga
sér þar heimilisfang samkvæmt fæðingarrétti. Til þessa sam-
bands megna menn samt ekki að hverfa aftur, hafi þeir sagt
sig úr lögum við það, en hlekkir Jress rofna ekki fyiT en a
aldurtilastund. Ungi presturinn vissi, að þetta samræmi, sém
metur menn ekki samkvæmt skráðum eða óskráðum lögmál-
um, sem eru skýr og skilmerkileg í vitund manna, heldui
samkvæmt hárfínni áskynjun og grun, sem naumast er hægt
að gera ráð fyrir, er prédikun hans og prestsstarfi hin ægi'
lega tálmun. Hann var utanveltu og óviðkomandi þessum