Eimreiðin - 01.07.1959, Qupperneq 84
226
EIMREIÐIN
stund, en fleygði síðan hnífnum harkalega frá sér og gekk
út. En presturinn einn gaf þessu verulegan gaum. Hann og
konan horfðust í augu, og hún gekk til hans. Þessi stóra, þrek-
vaxna kona brosti, en bros hennar var ekki eðlilegt, og
munnvikin titruðu. Hún var með stóra rauða díla í kinnun-
um og á holdugum hálsinum, og dálítil stund leið, þar til
hún sagði nokkuð. Þá bað hún prestinn með hárri röddu að
koma fram og heimsækja unga fólkið.
Þegar þessi nppdubbaða, brosmilda kona hafði leitt hann
út úr veizlusalnum, lokaði hún dyrunum á eftir þeim, og hönd-
in nam staðar á dyrahúninum. Málæði og hlátrar færðust í
aukana þar inni, en rauðu dílarnir hurfu úr kinnum hennar,
hún gerbreyttist, varð ekki föl, lieldur öskugrá.
„Hvað hefur komið fyrir?" spurði presturinn. „Komið og
sjáið,“ sagði hún í hálfum hljóðum. Hann elti hana um marg-
ar skuggalegar stofur, þar til þau komu inn í vinnuhjúaher-
bergið.
Hvítskúraða borðið hafði verið rutt og 4 það lagður vika-
drengurinn Jens Otto. Hann lá þar endilangur, hljóður og
lífvana. Brúnu augun störðu brostin upp í svart loftið.
Vinnuhjúin stóðu í smáhópum við dyrnar. Sum reyndu
að kæfa grátinn í svuntum sínum eða klútum. Önnur hímdu
náföl og hljóð, eins og þau gerðu sér ekki grein fyrir því.
sem var skeð. Á bekknum bak við borðið sátu enn þá öku-
þórarnir og kúasmalinn Jóhann. Tveir, hinir fyrrnefndu,
sátu og studdu sig við borðbrúnina og störðu á luralegar,
sigggrónar hendur sínar. Þeir vissu víst ekki, hvað þeir áttu
af sér að gera. En kúasmalinn hallaði breiðu baki sínu að
veggnum og gaut augunum frá einum til annars eins og dýr,
sem gengið er í gildru. Húsbóndinn gekk að honum og gaf
honum vænan löðrung í andlitið. „Ófétið þitt,“ hreytti hanu
út úr sér. Jóhann beygði sig, og langir handleggir hans voru
þegar á lofti til þess að skýla höfðinu. Og hann horfði að nýju
flóttalega í kringum sig.
Presturinn sá þetta allt saman eins og í draumi. Hann gekk
að einum veggnum og tók spegil, sem hékk þar, og hélt hon-
um yfir vitum drengsins.
„Það er ekkert liægt að gera, héðan af,“ sagði ein eldastúlk-