Eimreiðin - 01.07.1959, Side 86
228
EIMREIÐIN
fyrir vagninn," svaraði eldabuskan. „Þeir ættu ekki að aka uni
húsagarðinn, svo að allt fólkið verði vart við það, hrópaði
húsbóndinn og hraðaði sér til dyranna. „Þú gætir sagt, að
presturinn sé að fara,“ sagði konan. „En guð sé mér næstur,
að mér skuli detta annað eins í bug,“ stundi liiin og brá svunt-
unni upp að andlitinu.
Húsbóndinn sneri við, gekk til kúasmalans og gaf honum
á hann. „Hvers vegna gerðir þú þetta,“ sagði presturinn-
„Þetta er þér að kenna, þér að kenna, hreytti húsbóndinn út
úr sér með þess háttar munnherkjum, er gerðu orð hans 1 ítt
skiljanleg.
„Hvers vegna er þetta mér að kenna, hvers vegna?“ stundi
kúasmalinn upp, urn leið og hann bar hönd fyrir höfuð sér.
„Ég þekki þig,“ sagði húsbóndinn með andköfum. „En hvers
vegna skellir þú skuldinni á mig, hvers vegna, andskotinn
þinn,“ rumdi í kúasmalanum. Hann settist keikur í sæti sitt,
hreyfði hvorki legg né lið og lokaði ekki augunum, þegar hús-
bóndinn tók að löðrunga hann á nýjan leik Hann horfði
hvössum, tryllingslegum sjónum í kringum sig, sem ölhun
stóð beygur af.
Presturinn þreif í handlegg húsbóndans og sagði um leið
með valdsmannsbrag: „Ég vil ekki vera sjónarvottur að svodd-
an framferði. Hér getur verið um fleiri að ræða. Og þú ger-
ir þetta ekki vegna drengsins. Þú gerir þetta af því, að þú ert
hræddur við gesti þína. Þér ber rneiri nauðsyn til að minnast
þess, að á lnisráðanda hvílir ábyrgð.“
Húsráðandinn hrökklaðist undan, og honum féll allur ket-
ill í eld. Hvað get ég gert? sagði hann hásum rómi. Hvað
get ég gert gagnvart gestunum? Og livað get ég gert vegna
Jens Otto?“
Presturinn horfði á hann fjarrænum augum og skildi 1
einni svipan, hvað honum hafði borið að gera. Hann gekk
til drengsins og spennti greipar. Alltaf heyrðist til gestanna
úr vei/lusalnum, en bænamálið og hikandi rödd prestsins i
hálfum hljóðum skaut þeim loktim milli þeirra tveggja heirna,
að kyrrðin kom til þeirra, þar sem dauðinn var gestur. Þen
drupu höfðum, kúasmalinn einn sat hnarreistur og starði
frarn fyrir sig.