Eimreiðin - 01.07.1959, Síða 90
Dulræíiar frásaáftír
Bóni segir til sín.
Finnbogi Finnsson hét maður. Hann fæddist í Finnskofum
norðan við Læknisstaði á Langanesi og ólst upp þar norður
frá. Ungur kynntist hann stúlku. Felldu þau hugi saman og
heitbundust. En eitt sinn, þegar unnusta hans reið yfir Mið-
fjarðará í vexti, féll stúlkan af hestinum og drukknaði. Var
hann alltaf undarlegur síðan. Fékk hann þá hugmynd, að móð-
ir sín hefði fundið sig á Skoruvíkurfjöru og lagði fæð á hana
l'yrir, því að hann taldi sig ríkisarfa Frakklands og nefndist
Napóleon Bónaparti, en var almennt kallaður Bóni. Lét Itann
sér það vel líka, en hinu rétta nafni mátti ekki nefna hanm
og forðuðust það allir, sem ekki vildu gera honum gramt i
geði. Eitt sinn lenti hann til Kaupmannahafnar án vega-
bréfs.
Ef'tir að Bóni kom lieim, dvaldist hann á ýmsum stöðum
nyrðra. Síðustu æviár sín átli liann heima á Þórshöfn. Hann
var lítill vexti, snyrtilegur og hnyttinn í svörum, en eigi við
aflra skap, enda geðjaðist honum miður vel að sumu fólkx-
T. d. lét hann móður sína alltaf afskiptalausa, þó að hmi
byggi við þröngan kost ein saman á Þórshöfn. Mun það við-
horf liafa skapazt af áður nefndri hugmynd.
Ævi Bóna lauk á þann óvenjulega fiátt, að hann hvarf um
haust seint á næturþeli, þá mjög farinn að kröftum. ítrekuð
leit daga og nætur í nágrenni Þórshafnar eftir livarf hans hax
engan árangur. Alllöngu eftir livarf Bóna stóðu þrír mem'
úti á Ytri-Brekkum, Davíð Vilhjálmsson, bóndi þar, Marixxo
Sigurðsson, sem enn er á lífi, og gamall maður, Sigurðm
Magnússon. Sigurður mælti þá við hina:
„Nei, sjáið þið hann Bóna, hann gengur til hans JarpS
sem Marinó átti og stóð þar í túninu, eins og títt var xm'