Eimreiðin - 01.07.1959, Blaðsíða 92
Að beiðni ritstjóra þessa tímarits lief ég látið tilleiðast að
skrifa nokkrar línur um málaralist, ef það gæti orðið ein-
hverjum að liði, sérstaklega þeim, sem eru fordómalausir í
leit sinni. Það er nú svo, að fyrir fram ákveðin andúð
gagnvart einhverju, sér í lagi einhverju nýju, þrengir sjón-
hringinn og ieiðir af sér stöðnun. Listamaðurinn verður ávalh
að vera leiðandinn, svo kemur fólkið, það er ekki nema eðli-
legt, en það er stundum sorglega langt á eftir. Það var svo
sem engin ákefð í mönnum kringum aldamótin síðustu að
komast yfir myndir impressjonistanna, síður en svo, og eng-
inn betri borgari hefði viljað liengja slíkar myndir upp á
vegg. Nú eru þessar myndir almennt viðurkenndar sem gei"
semar, öll söfn borga offjár fyrir myndir meistara þessa tíma-
bils. Svona er þróunin, og svona verður hún. í dag er einnig
erfitt að fylgjast með, og ekki hvað sízt vegna þeirrar fjöl-
breytni, sem ríkir í nútímamálaralist.
Yfirleitt er hin svokallaða abstraktlist ríkjandi. Fyrir marg-
an er abstrakt einhvers konar hrafnaspark, og sumir verða
ákaflega reiðir og sárir, þegar þeir geta ekki fundið ömmu
sína eða uppáhaldsfjaHið sitt út úr abstrakt málverki. Þó að
menn geti ekki beinlínis fundið slíka hluti í þessum myndum,
þá er nú samt, þegar öllu er á botninn ltvolft, ekki svo ýkja
mikill munur á natúraliskri og abstraktri mynd, það er að-
eins eilítill munur á tjáningar aðferð.
Öll málaralist fjallar um einhvers konar form og liti-
Abstraktmálari er því óhjákvæmilega háður umhverfinm
ásamt innri upplifun. Út frá þessu er svo hægt að feta hinar
margvíslegustu leiðir.