Eimreiðin - 01.07.1959, Side 94
236
EIMREIÐIN
skírskotar til andans í hverjum lifandi manni. Ég vil benda á,
að það er mikil hjálp, þegar óhlutkennd mynd er skoðuð, að
skoða með sama liugarfari og þegar maður hlustar á tónlist,
þetta lætur ef til vill undarlega í eyrum. Ef við athugum
þetta nánar, þá er svo rnikið líkt með öllum listgreinum, að
það er eins og þar skilji aðeins á milli efni og aðferð til að
tjá sig. í öllu er fólgin fegurð. Vandinn er aðeins sá að koma
auga á liana. Það er hægt að njóta betur alls í umhverfinu, ef
maður temur sér hið myndræna sjónarmið. Það er að vísu
annáð en notagildissjónarmiðið, en á engu að síður rétt á sér-
Allir hafa einhvem snefil af fegurðarskyni með sér, og ber
hverjum og einum að efla þá gáfu, með því lyftum við okkur
hærra yfir það hversdagslega, náum meiri lífsfyllingu og meira
samræmi við tilveruna.
Fegurðarskynið er vissulega á mismunandi háu stigi hjá
fjöldanum. Þegar horft er á það, sem kallast fallegt landslag,
þá komumst við fyrirhafnarlítið í snertingu við þá mynd-
rænu fegurð, sem þar ríkir. Þetta er sent sagt hinn fyrirhafn-
arlausi sjónpunktur, þessi myndræna fegurð liggur bein fyr-
ir. Snúum við okkur í aðrar áttir, |)á vandast málið, ]>ar er
ekki hina sömu fegurð að finna, frá þeim sjónarhóli reynir
einmitt á myndþroskann. Það er að geta notið alfs, bætt við
og hafið fram það, sem flestum er dulið. Málaranum er þessi
gáfa gefin, Jjað er hans að nppgötva, skapa fegurð, vísa veg-
inn og þroska náungann á þessu sviði. Það er hægt að skrifá
talsvert um málaralist, en hvað sem menn skrifa mikið, þa
verður aldrei mögulegt að útskýra innsta kjarna hennar. Þess
vegna verða skrif um listir mjög takmörkuð. Til þess að njóta
góðra málverka verður hver og einn að hafa meðfædda og
áunna hæfileika í þá átt. Fólk, sem eitthvað vill fræðast uin
þessa hhiti, þarf að skoða sýningar, ekki eingöngu eldri mál-
aranna, heldur og þeirra yngri. Áhrifa nútímalistar er tals-
vert farið að gæta í híbýlaprýði og öllum mögulegum iðnað-
arvörum. Aðeins þetta sýnir okkur, að nútímalist stendm
föstum fótum, hún hefur náð inn í hið daglega líf.
Eiríkur Smith.