Eimreiðin - 01.07.1959, Page 96
238
EJMREIÐIN
sonurinn, Edward, varð einn til þess að viðhalda ættinni.
Hann var organisti í London og dó 1740. Hann lét eftir sig
einn son, er einnig hét Edward og varð organisti í London.
Hann var síðasti tónlistamaður þessarar ættar og andaðist
1770. — El'tir dauða Henry Purcells tók dr. Blow aftur við
embættinu í Westminster Abbey.
Tónverk Purcells voru byggð á þjóðlegum grunni; en í
leikni og luigkvæmni í tónsmíðum bar hann af samtíma-
mönnum í Bretlandi. Allt frá fyrstu tíð liafa tónverk hans
verið mikið sungin og leikin í Bretlandi, jafnvel sá ægikraft-
ur, sem fylgdi Hándel, er hann kom til Bretlands sem hol-
skefla, sópandi burtu mestu af því, sent áður þótti góð tónlist,
náði ekki að draga úr ljóma þeim, sem stóð og stendur um
nafn Purcells þar í landi. Purcell samdi jöfnum hönduffl
kirkjulega og veraldlega tónlist. Eitt frægasta verk hans er
óperan „Dido and Aneas“, er hann samdi, eftir beiðni, handa
kvennaskóla í Chelsea árið 1689. Þar birtast vel höfuðeinkenni
tónskáldsins, snilld hans í meðferð hljómsveitar (stroksveitar)
í forleik, dönsum og undirleik; einstök nærfærni í samein-
ingu orða og tóna, fögur laglínubygging og heillandi hljóð-
fall. „Dido og Aneas“ er að ýmsu leyti boðberi þeirrar endur-
sköpunar óperunnar, er Glúck gerði 80 árum síðar. — Purcell
samdi 'einnig tónlist við fjölda leikrita (forleiki og söngva),
margar hirðdrápur (Odes), sem fluttar voru á merkisdögum
konungs og hirðar; einsöngslög, duetta, terzetta, keðjusöngva:
kammertónlist; harpsikorð- og orgelverk. — Af kirkjulegri
tónlist má nefna: Anthems (e. k. stólvers), messusöngva, lof-
söngva og sálmalög.
Purcell varð óneitanlega fyrir nokkrum áhriíum frá hinuffl
glæsilegu meisturum hins ítalska óperustíls 17. aldar, svo og
Lully, sem hann nam hjá um eitt skeið. Eigi að síður er
hann „enskastur" allra tónskálda og svo áhrifamikill, að
sjálfur Hándel varð fyrir auðsæjum áhrifum frá honum. Pur-
cells gætir jafnvel í tónsmíðum brezkra nútímatónskálda,
s. s. Gustav Holst og Benjamín Brittens.
Georg Friedrich Hándel er fæddur 23. febrúar 1685 í Halle
í Saxlandi. Eaðir hans, hárskeri, læknir, ætlaði að láta soninn