Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1959, Side 96

Eimreiðin - 01.07.1959, Side 96
238 EJMREIÐIN sonurinn, Edward, varð einn til þess að viðhalda ættinni. Hann var organisti í London og dó 1740. Hann lét eftir sig einn son, er einnig hét Edward og varð organisti í London. Hann var síðasti tónlistamaður þessarar ættar og andaðist 1770. — El'tir dauða Henry Purcells tók dr. Blow aftur við embættinu í Westminster Abbey. Tónverk Purcells voru byggð á þjóðlegum grunni; en í leikni og luigkvæmni í tónsmíðum bar hann af samtíma- mönnum í Bretlandi. Allt frá fyrstu tíð liafa tónverk hans verið mikið sungin og leikin í Bretlandi, jafnvel sá ægikraft- ur, sem fylgdi Hándel, er hann kom til Bretlands sem hol- skefla, sópandi burtu mestu af því, sent áður þótti góð tónlist, náði ekki að draga úr ljóma þeim, sem stóð og stendur um nafn Purcells þar í landi. Purcell samdi jöfnum hönduffl kirkjulega og veraldlega tónlist. Eitt frægasta verk hans er óperan „Dido and Aneas“, er hann samdi, eftir beiðni, handa kvennaskóla í Chelsea árið 1689. Þar birtast vel höfuðeinkenni tónskáldsins, snilld hans í meðferð hljómsveitar (stroksveitar) í forleik, dönsum og undirleik; einstök nærfærni í samein- ingu orða og tóna, fögur laglínubygging og heillandi hljóð- fall. „Dido og Aneas“ er að ýmsu leyti boðberi þeirrar endur- sköpunar óperunnar, er Glúck gerði 80 árum síðar. — Purcell samdi 'einnig tónlist við fjölda leikrita (forleiki og söngva), margar hirðdrápur (Odes), sem fluttar voru á merkisdögum konungs og hirðar; einsöngslög, duetta, terzetta, keðjusöngva: kammertónlist; harpsikorð- og orgelverk. — Af kirkjulegri tónlist má nefna: Anthems (e. k. stólvers), messusöngva, lof- söngva og sálmalög. Purcell varð óneitanlega fyrir nokkrum áhriíum frá hinuffl glæsilegu meisturum hins ítalska óperustíls 17. aldar, svo og Lully, sem hann nam hjá um eitt skeið. Eigi að síður er hann „enskastur" allra tónskálda og svo áhrifamikill, að sjálfur Hándel varð fyrir auðsæjum áhrifum frá honum. Pur- cells gætir jafnvel í tónsmíðum brezkra nútímatónskálda, s. s. Gustav Holst og Benjamín Brittens. Georg Friedrich Hándel er fæddur 23. febrúar 1685 í Halle í Saxlandi. Eaðir hans, hárskeri, læknir, ætlaði að láta soninn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.