Eimreiðin - 01.07.1959, Page 98
EIMREIÐIN
240
organistastarf það, sem Buxtehude var að láta af. Mattheson
átti að fá starfið, en sætti sig ekki við þá kvöð að giftast dóttur
Buxehudes, og varð það úr, að hvorugur tók stöðuna. Ári
síðar háðu þeir einvígi út at smámunum einum fyrir utan
óperuna að lokinni sýningu. Báðir sluppu óskaddaðir, en
Hándel naumlega, vestishnappur hafði bjargað honum frá
holstungu. Þrátt fyrir þetta voru þeir Mattheson að jafnaði
góðir vinir. — Árið 1705 voru fyrstu 2 óperur Hándels settar á
svið í Hamborg, og 2 aðrar óperur samdi liann, áður en hann
hélt, árið 1706, til Ítalíu, sem þá var höfuðból lista, ekki
sízt óperutónlistar. Sagan segir, að í Feneyjum hafi Hándel
verið boðið á grímudansleik og Domerico Scarlatti (eitt fræg-
asta tónskáld ítala) hafi sagt, er hann heyrði hann leika á
harpsikorð við það tækifæri: „Annaðhvort er þetta hinn
frægi Saxlendingur eða dj............. sjálfur!" 22ja ára að
aldri er hann orðinn víðfrægur sem hljóðfæraleikari og tón-
skáld. — Árið 1710 kvaddi hann Ítalíu og hélt til Englands.
Stíll hinnar ítölsku óperu blómstraði þá í London. Purcell
hafði legið 15 ár í gröf sinni, og dr. Blotv hafði ekki reynzt
megnugur að halda uppi merki Purcells. Hándel dvaldist
hálft ár í London í jiað sinn, en fór svo til Hannover og gerð-
ist hljómsveitarstjóri við hirð kjörfurstans þar. Árið 171-
fór Hándel öðru sinni til Englands, en er hann ætlaði að lialda
aftur heim til Hannover, gerðust þau tíðindi (1714), að hús-
bóndi hans fluttist til Englands og gerðist konungur þar
(Georg I.). Hándel settist þá að í London, gerðist enskur þegi1
og bjó Jrar til æviloka.
f London samdi Hándel 40 óperur (af alls 45) í ítölsktnii
stíl og var einnig hljómsveitarstjóri við flutning Joeirra. Hin
síðari ár var hann og leikhússtjóri. Er árin liðu, tóku menn að
Jmeytast á hinum ítalska óperustíl, sem Hándel hafði, í krafti
yfirburða sinna, haldið svo mjög að Lundúnabúum. í kring'
um 1740 fór hann Jtví að gefa sig meira að samningu óta-
tóría. Þeim var fálega tekið í fyrstu, en með „Messíasi", 1742,
vann hann sinn stærsta sigur. 32 óratorí samdi hann alls, og
er Messías Jteirra frægast. Það er flutt árlega víða um lönd,
og víða í Bretlandi er það flutt þrisvar á ári, þ. e. á öllum stor-
hátíðum kirkjuársins. Meðal annarra tónsmíða hans má nefna.