Eimreiðin - 01.07.1959, Side 100
242
EIMREIÐIN
um öldum. Þótt báðir — þó sérstaklega Hándel — hafi sótt
hugmyndir til Ítalíu, eru þeir helztir fulltrúar enskrar tón-
listar. Einnig er það greinilegt unr hinn síðarnefnda, að
hann hefur að nokkru leyti mótazt af enskri arfleifð, sérstak-
lega í kirkjutónlist sinni (Sbr. Orlands Gibbons). —
Sagt hefur verið, að Hándel hafi drepið enska tónlist og
sett í stað hennar „hándelsk óratórí“. Eitthvað getur verið
satt í því. Einnig er sagt, að sál hins myrta taki sér bústað í
morðingjanum, og mun það sannast hér. Hándel var fyrst og
fremst brezkt tónskáld og þá frekar ítalskt en þýzkt, ef út í
það væri farið.
Tvö íslenzk tónskáld áttu sextugsafmæli á þessu ári, og
skulu fáein orð fylgja myndum þeirra liér.
Jón Leifs er fæddur í Sólheimum í Skagafirði E maí 1899.
Faðir hans var Þorleifur Jónsson, síðar póstmeistari í Reykja-
vík, og kona hans, Ragnheiður Bjarnadóttir. Jón nam fiðlu-
og píanóleik itér heima, en fór til Leipzig árið 1921 og var
þar við Konservatoríið til ársins 1922. Síðan ferðaðist hann
víða um í álfunni og stjórnaði sem gestur ýmsurn hljónt-
sveitum. M. a. kom hann með Hamborgar Philharmoniu-
hljómsveitina hingað til Reykjavíkur árið 1926 og stjórnaði
tónleikum hennar hér. Árin 1934—1937 var hann tónlistar-
stjóri ríkisútvarpsins í Reykjavík. Hann stofnaði „Bandalag
ísl. listamanna“, „Tónskáldafélag íslands" og „Stef“ og hefur
verið formaður þessara félaga. Hann er einn hinn mesti bar-
áttumaður fyrir hagsmunum og réttindum listamanna í land-
inu. —
Jón Leifs er að líkindum afkastamesta tónskáld, íslenzkt.
Flestar tónsmíðar hans eru í handriti og hafa fæstar heyrzt
hér og fjöldi þeirra aldrei verið fluttur.
Nefna má óratóríið „Eddu“, Sögusymfóníuna", 2 strok-
kvartetta, „ísland — kantötu", konsert fyrir orgel og hljóm-
sveit, kórlög, einsöngslög og píanólög.
Jón hefur unnið merkilegt brautryðjandastarf að félags-
málum listamanna, en þýðingarmest er þó starf hans við söfu-
un ísl. þjóðlaga. Hann varð fyrstur íslenzkra manna til þeSS
að koma auga á sérkenni þeirra og gildi. Þjóðlögin, ásamt eig-