Eimreiðin - 01.07.1959, Side 102
2-1-1
EIMREIÐIN
fer hann sínar eigin götur í
hljóðfæraskipan (instrumenta-
tion) og formbyggingu. Fyrir
þá sök eru flest þau stærri
verk, er hér hafa heyrzt, lítt
„sannfærandi", en er lialdið
uppi af „prógramminu“ (skýr-
ingum). Þrátt fyrir leit að
frumlegum t jáningarhætti,
sver hann sig ákveðið í ætt
við síðrómantíkina. Þetta sést
bezt á sumum einsöngslögum
hans, og þau eru e. t. v. það
bezta, sem heyrzt hefur hér af
lians frumsömdu tónsmíðum.
Þar koma skýrt fram beztu
kostir tónskáldsins, frumleg
bygging, laglína og náið sam-
band orða og tóna.
Þrjár bækur hefur Jón xitað: „íslenzkt tónlistareðh >
Reykjavík 1922; „Tónlistarhætti", Leipzig 1922 og „Islands
Kiinstlerische Anregung", Reykjavík 1951.
Vonandi á Jón framundan langan starfsdag senx tóixskáld og
forystumaður í tónlistarmáluixx. Af honum stendur hressandi
gustur inn í lognmolhi íslenzks tónlistarlífs.
Helgi Pálsson er fæddur í Norðfirði daginn á eftir Jóm
Leifs, 2. maí 1899. Hann fór ungur að leika á hljóðfæi'i og
var um skeið organisti í Norðfjarðarkirkju. Fyrst, árið 1932,
fór hann að læra tónsmíðar fyrir alvöi'u. Kennari hans var dr-
Franz Mixa við tónlistarskólann í Reykjavík og síðar dr-
Urbancic. Á einum vetri fór hann rækilega í gegnum frjálsan
kontrapuixkt, og verður slíkt að teljast mikið afrek, enda m1
saman mikill námsáhugi og góðir hæfileikar. Helgi hefi'1
alla tíð unnið skrifstofustörf í Reykjavík og haft því tofl'
smíðar í hjáverkum. Meðal þeirra tónsmíða hans, sem fhi11"
ar hafa verið opinberlega, nxá nefna tvo strokkvartetta, h'-
brigði fyrir fiðlu og píanó, dansa fyrir fiðlu án undirleiks,