Eimreiðin - 01.07.1959, Page 104
246
EIMREIÐIN
dæmi m;i nefna „meining" og
sögnina að „sigta“, sem kemur tví-
vegis fyrir. A bls. 102 eru þessar
ljóðlínur:
Hverjum stóðu heillir
að herferðum?
Það tíðkast þá víðar en í skólum
hér syðra, að ruglað sé saman smá-
orðunum að og af!
Flest kvæði bókarinnar eru stutt
og lýrisk, hin lengstu hafa episkan
þráð. Meðal þeirra eru Þrjár nið-
urstöður, þar sem höfundur sækir
efnið í Ivars þátt Ingimundarson-
ar, og Svarthöfða mál Dufgusson-
ar, byggt á Sturlungu. Ekki virðist
mér skáldinu hafa tekizt að gæða
þessi gömlu söguefni nýju lífi, sama
máli gegnir um hið margþvælda
efni kvæðisins Órannsakanlegir
vegir. Bezt eru þau kvæði, sena
túlka náttúruunað, einktim þegar
skáldið nær jafnframt að laða frain
ljúfar miriningar. Til vitnis urn
jietta tek ég fyrsta erndið úr Haust-
trega:
Man ég vordaga,
mjúkur var túnsmári
undir berum barnsfótum
í blóði morguns.
Gall gauknr í heiði
glamaði stelkur í mýri.
Þá var fögur sólarsýn.
í fleiri kvæðum af þessu tag1
sýnir Bragi, að liann býr yfir ferskn
skynjun og myndvísi. Þegar hann
slær á þessa strengi, nær hann
hreinum hljómum, hvað sem ljn®'
fáguninni annars líður.
Óskar Halldórsson.