Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 14
198 EIMREIÐIN Svo var það á einni páskahátíð, að við fórum öll þrjú saman til fjalla og bjuggum í selkofa, sem foreldrar hennar áttu. Það var ágætt skíðafæri, og okkur kom dável saman til að byrja með, en brátt tók að slettast upp á vinskapinn. Öyvind liagaði sér allvel, meðan hann vissi, að Anna hafði meiri mætur á mér en honum. en strax og hann fann bilbug á henni, gerðist hann yfirgangssamm' við mig og reyndi að bola mér burtu frá stúlkunni. Og í þetta sinn varð honum talsvert ágengt; Anna gerðist kaldari í viðmóti og svör- um við mig, er leið á fríið okkar. Daginn, sem við ætluðum að halda aftur til byggða, kallaði hún mig á eintal og tilkynnti met» að hún hefði ákveðið að giftast Öyvind. Hún bað mig með skolli hátíðlegum orðum að hverfa á brott úr lífi sínu, því að Öyvind vaen svo afbrýðisamur, að hann þyldi ekki, að hún umgengist gamla vim- Mér þótti þetta náttúrlega súrt í broti, og ég reyndi að malda i móinn. Ég minnti Önnu á, að hún hefði á liðnum árum gefið mer hitt og þetta í skyn, og meira að segja verið alveg óspör á kossa við mig, þess vegna liefði ég haldið — o. s. frv. — Hún varð þá fjarska döpur á svip og kvað satt vera, að í rauninni hefði hún fremur kos- ið að giftast mér en Öyvind. — „En þú verður að skilja það, vinur minn, að engin stúlka getur bundizt manni, sem byggir tóma loft- kastala í stað þess að leggja traustan grundvöll að framtíð sinni.“ " Ég fór náttúrlega nærri um, hvað hún átti við, en ég gat ekki meÖ nokkru móti hætt við uppfinningarnar mínar, því að ég var alveg sannfærður um, að þœr væru öruggasti grundvöllurinn undir miu111 framtíð. Ég reyndi að útskýra það fyrir henni, en hún hristi bara höfuðið, sletti í góm og sagði, að ég gæti bara sýslað við þessar upp" finningar í tómstundum. — Þá spurði ég hana, hvort hún væri uu alveg viss um, að hún elskaði Öyvind. Hún varð niðurlút og svai- aði engu, svo að ég gat ekki fengið af mér að plága hana meira með þessu, en sagði bara, að mér þætti þetta ósköp leiðinlegt, það var auðvitað dagsatt. — Þegar liún leit upp aftur, sá ég, að þa^ voru tár í augunum á henni. Öyvind kom til okkar í sama bili. Hann leit snöggt á Önnu og síðan á mig. — „Þú hefur þá komið henni til að gráta!“ sagði hanu hvatskeytlega og bretti brúnir að mér. „Mætti ég nú biðja þig hverfa sem skjótast og fara fjandans til! Svo skaltu láta okkur Önnu í friði héreftir. Þarna eru dyrnar!“ Ég virti Öyvind fyrir mér. Hann var sterkari en ég og vantu slagsmálum; samt býst ég við, að hann hefði orðið að lúta í lmg1"3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.