Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 42
226 EIMREIÐIN Hættu að horfa upp í himininn! Hann er svo langt í burtu. I.íttu nær þér. Þögn. — Heyrirðu nokkuð? spurði hún. — Hvað svo sem ætti maður að heyra? Það er blæjalogn úti og hundarnir sofnaðir á bæjunum. — Ég á ekki við svoleiðis hljóð, sagði hún. — En heyrirðu ekki pískrið hérna inni í hlöðunni? — Það er alltaf músagangur í hlöðum. — Nei, það er ekki músagangur. Það eru þau. — Þau hver? — Mágkona mín og hann. Hver önnur? — Já, þú hefur ekki hlustnæmi á annað en hina jarðnesku músik. En ég hlusta á söng hnattanna. Það er dýrleg tónlist. Þögn. Eftir ofurlitla sund heyri ég skrjáfa í heyi og finn, að einhver færir sig nær mér. Svo var hvíslað: - Ertu fífl? — Venus er ekki sérlega skær í kvöld, sagði ég. Ég hef oft séð hana með bjartari ljóma. — Skilurðu ekki, að ég er að reyna að koma þér til, dauðýflið þitt? — Æ, vertu ekki að ofreyna þig. Auk þess sé ég á festingu himins- ins, að tvíburamerkið hefur slæma afstöðu. Bezt að eiga ekkert á hættu. — Finnst þér ég kannske of gömul, þótt ég sé fimmtán eða sex- tán árum eldri en þú. — Ég er þó ekki nema þrjátíu og fimm ára. Finnst þér ég of gömul, ha? — Ljósið frá Pólstjörnunni e1' fimmtíu ár á leiðinni til jarðarinn- ar. Og frá sumum stjörnum meira að segja þúsundir ára. Nei, á mæh- kvarða eilífðarinnar eru þrjátíu og fimm ár ekki mikill aldur, jafnvel ekki á kvenmanni. Og ég veit u® pilt, sem gerði sér gott af einni fertugri, vorið sem hann fermdist! — Hættu að glápa upp í loftið- Líttu heldur á mig! Sjáðu brjóst- in á mér! Sko lautina milli þeirra! — Um landslag á öðrum hnött- um veit ég ekkert, nema hvað mer er sagt, að það séu fjöll á tungl- inu og skurðir á Marz. En ég þekki landslag á svolitlum parti af hnettinum okkar, og ég hef séð bæði Kerlingarfjöll og Kiðagil- Nei, kvenmannsbrjóst eru ekki landslag, sem hrífur mig. En hvað þú talar skrýtilega! Og af hverju gónir j^ú alltaf upp 1 himinn? Hvað þykistu sjá þar núna? — Ég sé, að Hrúturinn er geng" inn inn í Meyjarmerkið og Nau1- ið gegnum Fjósakonurnar. Þá el komið mál að sofa. — Aldrei á minni lífsfæddri ævi hef ég þekkt einkennilegri glóp e11 þig. Eða langaði þig kannske 1 hina og ert svo afbrýðisamu1'> greyið? — Láttu mér ekki verða flökm • — En því ekki að hefna sín, e þú ert afbrýðisamur. Eða er annar® ómögulegt að tala við þig í alvöru Ég leit á hana, í fyrsta skipti síð an hún kom inn í hlöðuna, _,o J* virti hana fyrir mér. Þetta v mjög lagleg kona og hafði sýnileSa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.