Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 78
262 EIMREIÐIN anlega voru þeir til, þar sem ann- ars staðar, „er flýðu af hólmi við fjörbrot nýlendulífsins", en hinir þó fleiri, sem féllu að velli eftir hraustlega baráttu, áður en þeir fengu að sjá drauma sína rætast. Góðu heilli mun þó óhætt mega segja, að stærstur hópur landnent- anna hefði getað sagt með Stephani G. Stephanssyni í „Landnáms- minni“ hans í tilefni af aldar-af- mæli Selkirks jarls: Svo minnumst ei á biturt strit og stríð né stutta æfi, löngu týndar grafir, og allt það fjör, sem fórst í miðri hlíð, né förlað þol og beztu vona tafir. Því hvern skal segja sælli en land- námsmann? Með sigur-hug í Ijóði og handartaki, með nýja og víða veröld framundan, og vegleg óðul feðra sinna að baki. Þótt hér hafi verið farið fljótt yfir sögu, mun samt óhætt mega fullyrða, að íslenzkir landnáms- menn og landnámskonur vestan hafs hafi á sínu starfssviði, almennt talað, djarflega og drengilega „innt af hendi æviþraut með alþjóð fyr- ir keppinaut“, svo aftur sé horfið til upphafs og einkunnarorða þessa fyrirlesturs. Landnámsmennirnir og landnámskonurnar íslenzku vest- an hafs liafa orðið fósturlandinu til þeirra nytja, sem eigi verður auðveldlega tölum talið eða full- metið og ættjörð sinni til sambæri- legrar sæmdar. En hvernig hafa þá afkomendur íslenzku landnemanna staðið sig á alþjóða skeiðvellinum í hinni miklu Vesturálfu? Vitanlega hafa þeir, eins og aðrir, reynzt misjafn- lega, en liiklaust mun ntega segja, að allur þorri þeirra hafi rnælzt vel á þann allsherjar mælikvarða, og hreint ekki fáir í þeim hópi skarað fram úr bæði á athafna- og andlega sviðinu. Hér skal ekki far- ið út í neinar upptalningar eða neinn mannjöfnuð í þeim efnum- Hitt er víst, að það yrði langt mál, og myndi útheimta mikla undir- búnings rannsókn, ef semja aetti ýtarlega skrá yfir þá íslendinga vestan hafs, lífs og liðna, sem skipa nú opinberar stöður, forystusess með ýmsum hætti, eða hafa getið sér frægðarorð á einhverju sviði, hvort heldur er í verklegum efnum, fræðimennsku, bókmenntum eða listum. En sannarlega væri það þess virði, að einhver, sem vel kann til verks í þeirri grein, færðist það í fang að semja slíka skrá. í þv* sambandi er skylt að geta þess, að i Ævislirám Vestur-íslendinga, sem nú eru í undirbúningi á vegum Árna Bjarnarsonar bókaútgefanda á Akureyri, er að sjálfsögðu að finna marga úr þeirra hópi, sel11 hátt hafa borið merki íslenzks manndóms vestan hafsins. En samin yrði allsherjarskrá, eins og að framan er vikið að, þá myndi enn betur koma á daginn, að Om skáld Arnarson fór ekki með „stað- lausa stafi“, þegar hann komst s'O að orði um Vestur-íslendinga 1 stórbrotnu kvæði sínu til Gut orms J. Guttormssonar: Þeir sýndu það svart á hvítu með sönnun, er stendur gild, að ætt vor stóð engum að baki að atgervi, drengskap og snilld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.