Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 86

Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 86
270 EIMREIÐIN tíu hafa breytt afstöðu sinni. En liann hélt fast við þá stefnu, að beita fullri skynsemi í þessu sem öðrum málum. „Eitt af því sem ég trúi á, er lög og réttur,“ sagði hann við læri- sveina sína, er þeir heimsóttu liann í myrkrastofuna og þrábændu hann um að flýja. „Eins og ég hef oft sagt ykkur, er maðurinn ekki góður borgari, nema liann hlýði lögum sinnar borgar. Lög Aþenu liafa dæmt ntig til dauða, og rök- rétt afleiðing þess er sú, að sem góður borgari verð ég að deyja.“ Vinum lians fannst, sem vonlegt var, að takmörk væru fyrir allri rökl'ræði og hér væri of langt geng- ið í slíku. En Sókratesi varð ekki kvikað frá sannfæringunni. Platon hefur lýst síðasta kvöldi Sókratesar í eintali sínu „Faidon“. Eins og svo oft áður fyrr, notaði Sókrates tímann til lieimspekilegra hugleiðinga með hinum ungu vin- um sínum. Og efni þeirra var: Er til líf eftir dauðann? Sjálfur hall- aðist Sókrates að því að svo væri, en hlýddi samt með athygli og óhlutdrægni á þá lærisveina sína, er voru gagnstæðrar skoðunar. Hugsanir hans voru skýrar til hinztu stundar og hann lét ekki tilfinningarnar hafa áhrif á þær. Þó hann ætti aðeins örfáar stund- ir ólil'aðar, ræddi hann möguleik- ana á lífi eftir þetta líf af hinni mestu rósemi. Þegar örlagastundin nálgaðist kom mikill fjöldi vina hans til að vera nærstaddir hinunt ástfólgna kennara sínum, er hann tæmdi eit- urbikarinn. Sókrates gerði sjálfur boð eftir lionum, skömmu áður en sólin gekk undir að baki fjallanna í vestri- Þegar fangavörðurinn kom inn með eitrið, mælti Sókrates við hann, rólega og blátt áfram: „Þú kannt á þetta allt saman. Nú verð- ur þú að segja mér, hvernig ég a að haga mér við það.“ „Þú drekkur eiturlögin, siðan ríst þú á fætur og gengur um gólf þar til þú verður dofinn í fótun- um,“ svaraði fangavörðurinn. „Þa leggst þú fyrir og smám saman leggur dofann upp til hjartans." Sókrates gerði sem fyrir hann var lagt, án þess að bregða sér hót. Við og við nam hann staðar til að finna að Jjví við vini sína að þeir skyldn sitja þar kjökrandi. Eins og það væri ekki hið réttasta og skynsanv legasta, sem hann væri nú að gera? Hið síðasta er í hug hans kom, var smáatvik, er hann hafði gleynrt að inna af höndum. Hann tók af sér dúk, er lagður hafði verið yfir and- lit hans, og mælti: „Kríton, við skuldum Eskúlápt einn hana. Þú verður að fórna honum, láttu jrað ekki bregðast! Síðan lokaði hann augunum °S lagði dúkinn aftur yfir andlit sér- Þegar Kríton spurði, hvort nokk- uð væri annað, sem hann gæti gerl fyrir hann, kom ekkert svar. „Þannig andaðist vinur okkar, segir Platon, er lýst hefur andlats- stundu Sókratesar á ógleymanleg' an hátt. „Hann sem var beztur, vitrastur og heiðarlegastur allra rnanna, sem við höfum þekkt.“ Jóhann Bjarnason þýddi■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.