Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 93

Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 93
EIMREIÐIN 277 ttrála; eru sumir þeirra mjög stuttir, en aðrir all-langir. Eru þar rædd fjöl- m°rg helztu vandamál hugsýkinnar, misjafnlega ýtarlega þó, því að efnið er ákaflega yfirgripsmikið og úr miklu að moða. Fjallar höfundur sem vænta ®á mest um þau atriði, sem þyngst hafa orðið á metunum í starfi hans sjálfs. Sterkur og óbrotinn megin- straurnur líður gegn um allt ritið, þótt a margt sé minnst, og veitir því auð- kennilegan heildarsvip frá upphafi til enda. Er furða, hversu miklum fróð- leik höfundur liefur getað komið fyrir * ekki stærri bók, án þess að gera hana að þurru og lítt læsilegu stað- reyndatali. Höfundur styðst í meginatriðum við salkönnunarkenningu Freuds og notar hugtakakerfi hans, enda eru nútíma sállækningaaðferðir að miklu leyti sprottnar upp úr þeirri kenningu, en hún hefur orðið, eins og eðlilegt er, fyr- lr ýmsum breytingum. Höf. gerir m. a. skilmerkilega grein fyrir skiptingu Freuds á vitundarsviðunum: meðvit- Und, forvitund og dulvitund, enn- fremur kenningu hans um mannlegan Persónuleika, þar sem aðalþættirnir eru: frumsjálfið (Es), sjálfið (Ich) °g yfirsjálfið (Uber-ich). Bók sem þessa er ekki vandalaust að semja, svo að hún missi ekki marks, að því er varðar efnisval og efn- lsmeðferð. Um efnisvalið er það að segja, að höfundur gerir sér far um tl® lialda sér við aðalatriði. Þannig gerir hann glögga grein fyrir því 'ersu bernskureynsla mannsins og hrif foreldra eru mikilvæg allri geð- Próun, svo að segja má, að rit þetta sé J rum þræði uppeldisfræðilegs eðlis. m þetta fjalla m. a. þættirnir Fyrstu SP°rin, Foreldraval, Kynjamál, Adam Eva. Barnið þarfnast í senn ástar- oryggis og hæfilegs aga og aðhalds. En rrnkill vandi er að dæma um uppeldis- hæfi heimilanna, því að margt getur villt sýn: „Undursamlegt er að sjá, hversu lélegir foreldrar geta oft skilað heilbrigðum og hamingjusömum börn- um til jrroska. Á hinn bóginn getur gáfuðum foreldrum og myndarheim- ilum mistekizt hið sama algerlega. ... Myndarheimilið verður seint séð með augum barnsins, sem elst þar upp. Á sama hátt geta lélegir foreldrar veitt Itarni sínu þá ást og fullnægingu, sem persónuskoðandinn á ákaflega erfitt um að greina. Hér skyldi því varlega dæmt“--------(bls. 50). Vandamál for- eldranna, sem þeir hafa ekki fundið viðhlítandi lausn á, ekki hvað sízt kyn- ferðileg vandamál þeirra, orka mjög á börnin og geta birzt með þeim í meira eða minna breyttum myndum. Er hér oft um að ræða ómeðvituð kynferðileg oftengsl og mistengsl milli foreldris og barns. „Vafalítið er, að fyrirmyncl föður eða móður ræður oft miklu um makaval, og er ekkert því til fyrirstöðu, að slíkt geti blessast, ef um er að ræða þörf fyrir maka, en ekki áframhaldandi verncl föður eða móður. Maki, sem er uppbót og áframhald for- eklris í tilfinningalífi sonar eða dótt- ur, verður hins vegar að kljást við margvíslega annmarka, sem foreldra- tengslunum fylgdu, — því meiri sem táknræni foreldrisins er öflugra. Kyn- ferðislíf í hjónabandi, sem stofnað er til á þessum grundvelli, verður oft mis- heppnað af þeirri einföldu ástæðu, að kynmökunum fylgir sektarkennd vegna brota gegn foreldrinu, stundunr sem brigð gegn því, stundum sem óleyfileg mök við staðgengil þess“ (bls. 137). Þá ræðir höfundur um helztu varn- ir persónuleikans, sem hættast er við að taka á sig sjúklegar eða óheppileg- ar myndir, en geta átt rétt á sér í hófi, svo sem réttlæting og sjálfsblekking, ofvirkni og innhverft viðnám. Rétt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.