Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 102

Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 102
286 EIMREIÐIN þessar þýðingar fjallað hér, en fljótt á litið virðast þær vera vel af hendi leystar, þó að skemmtilegra hefði verið, ef sumir þýðendanna hefðu getað stillt sig um að klína við þær formálum með meira eða minna pólitískum athuga- semdum frá eigin brjósti. En ekki er um neitt slíkt að ræða í sambandi við Gróður jarðar. Helgi Hjörvar er kunnur fyrir vand- að mál, enda viðurkenndur sem ágæt- ur þýðandi. Hann hefur lesið þýðingu sína á Gróðri jarðar í útvarpinu fyrir nokkrum árum, svo að sagan mun mörgum kunn. Ég fæ ekki betur séð, en að þýðingin sé með ágætum, og sumstaðar lireinasta snilld. Vil ég í því sambandi benda á kaflana um viðskipti Ólínu og Ingigerðar í fyrri liluta bók- arinnar, og frásögnina af því, þegar Isak fékk sér sláttuvél, svo að aðeins tvennt sé nefnt. Þar virðist mér þýð- andinn komast eins nálægt stíltöfrum Hamsuns og framast er unnt, en Hams- un er einn af þeim höfundum, sem mjög erfitt er að þýða. Mér dettur í hug í þessu sambandi, að gaman væri, ef Helgi Hjörvar sæi sér fært að þýða Konerne ved vandposten næst, eða þá sögurnar um Ágúst. Þar er af nógu að taka. Hafi þýðandi og útgefandi alúðar- þakkir fyrir, að hafa komið Gróðri jarðar í íslenzkan búning, með þeim ágætum, sem raun ber vitni. Jón Björnsson. Joan Grant: VÆNGJAÐUR FARAÓ. Steinunn S. Briem þýddi. Útgefandi I’rentsmiðjan Leiftur. Reykjavík 1960. Vængjaður Faraó er ein sérkennileg- asta bók, sem út hefur komið á síðari árum. Hún hlaut heimsfrægð á skömm- um tíma og hefur verið gefin út í u® tuttugu útgáfum í Bretlandi. Þótt undarlegt megi virðast ber mönnum ekki saman urn hvernig flokka eigi bókina. Sumir líta á hana sem frábærilega vel samda skáldsögu- Aðrir telja hana trúar- eða heimspeki- rit fulla af yfirskilvitlegri speki hinna fornu sjáenda, sem fjallað geta una gátur tilverunnar af djúpskyggn1 þeirra, sem hafa tveggja heima sýn- Höfundurinn liefur sína eigin skýr- ingu á eðli bókarinnar og er þess getið í óvenju skemmtilegum formála, sem þýðandi fylgir bókinni úr hlaði nieð. Höfundurinn Joan Grant telur þetta lýsingu á raunverulegri reynslu. Áð' ur en liún gerðist rithöfundur haíði hún þroskað með sér hæfileika, sem nefndur er hlutskyggni. Fyrstu til- raun sinni í þessa átt lýsir hún me® þessum orðum: „Mér fannst ég vera að gera mig að fífli eins og sjónhverf- ingamaður, sem ætlar að fara að sýlia töfrabrögð, en veit að engin kanina er í hattinum hans. Sarnt settist ég 1 sófann, lokaði augunum og þrýstl sverðshjöltunum að enninu. Ég beið. þangað til liugur minn var orðinn ems og óskrifað blað, og mér datt ekki í hng að neitt myndi gerast. En mér til undi unar fóru að birtast myndir fyrir fram an mig, eins og ég sæi gegnum auga ‘ rniðju enni fyrir ofan augnabrúnirna1- Ég lýsti því sem ég sá“ ... Eitt sinn er höfundur kannaði a þennan hátt gamlan egypzkan grlP að til opnaðist henni sýn: „Ung stúlka nafni Sekeeta fór frá musteri Atets þess að ganga undir vígslu, en áðm en hún fengi vígsluna, varð hun fara úr líkamanum fjóra sólarhringa °S snúa aftur á kvöldi liins fjórða dags 11 að lýsa öllu því, sem hún hafði upp lifað, fyrir skrifara, sem skrásetti °r liennar. — Allt í einu var ég e lengur utan að komandi áhorfan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.