Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 24
Jóhann Hjálmarsson:
Um Magnús
Ásgeirsson
(Fyrirlestur fluttur í Menntaskölan-
um d Akureyri 17. jan. 1967).
Fáir íslendingar liafa unnið bókmenntum okkar jafn mikið
gagn og Magnús Ásgeirsson. Þetta er mér efst í huga þegar ég
minnist hans.
Magnús fæddist árið 1901 að Reykjum í Lundarreykjadal og ólst
þar upp. Hann hóf skáldferil sinn með ljóðabókinni Síðkveld, 1923.
Sagt hefur verið, að þýðingarnar, sent birtust með frumsömdum
ljóðum þessarar bókar, hali vakið mesta eftirtekt. Ljóð Magnúsar
voru ekki nýstárleg, og á þeim var ekki sá snilldarbragur, sem síðar
einkenndi vinnubrögð hans, og margir höfðu vænzt af honum.
Magnús vakti snemma athygli fyrir gáfur sínar, framúrskarandi
námshæfileika og hina víðu yfirsýn, sem hann aflaði sér ungur með
lestri afburðaskáldverka.
Það kom vinum hans á óvart þegar hann hætti námi í norrænu-
deild Háskólans eftir tvo eða þrjá vetur, því margir höfðu ætlað
að hann ætti mörg verkefni óunnin á sviði íslenzkra fræða. En
hugur Magnúsar stóð til heimsbókmennta; honum voru ekki ætl-
uð nein afmörkuð svið. Hann sökkti sér niður í lestur erletidra
skáldverka, klassískra og einnig nútímabókmennta, og honum var
svo mikið í mun að kynna löndum sínum þann auð, sem hann
hafði fundið meðal fjarlægra þjóða, að eiginn skáldskapur varð
að víkja. Það er ein af furðunum í íslenzku bókmenntalífi að
Magnús Ásgeirsson skyldi velja þessa leið og hafna þannig auð-
sóttum skáldframa, því þótt Síðkveld verði ekki talin í röð merk-
ari ljóðabóka á sinni tíð, er ýmislegt í henni að finna, sem rís hátt
yfir meðalmensku og venjulega hagmælsku. Hún er trú þeim
klökka tíma, sem þá ríkti í bókmenntum þjóðarinnar, ort í anda