Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Side 25

Eimreiðin - 01.01.1969, Side 25
Ill.ÖÐlN, SA(; l\' OG SAMTÍfílN 7 höfundarnir sjálfir drægju sig iðulega í hlé, kærðu þeir sig ekki einlægt um að standa álengdar, jDeir voru oft þátttakendur í bar- daganum. Magnús Stephensen var með frönsku byltingunni, gagn- rýninn á sumt í eðli hennar og atferli, en trúaður á gildi þess bezta í henni til sköpunar nýs tíma. Finnur Magnússon var með Napóleoni, Jónas Hallgrímsson var með Heine, Tómas Sæmunds- son var af sumum í samtíma sínum kallaður ólmur maður fyrir málafylgju sína og áhuga, en hann var sá forvígismaður tímans, sem sjálfur hafði í langri utanför persónulega séð mest af Jiess háttar tíðindum umheimsins, sem hann og ýmsir vinir lians og félagar sögðu frá og urðu fyrir áhrifum af og boðuðu öðrum. Þessi samruni heimsfréttanna og heimamálanna kemur hvergi íram í öðrum eins eldmóði og í Norðurfara Gísla Brynjúlfssonar. Hann er í íslenzku lífi og bókmenntum lúðurþeytari byltinganna — bylt- ingabókmenntanna í Evrópu kringum 1848. En í praktískri póli- tík kristallaðist þetta allt mest og bezt, gæfulegast og glæsilegast í hugvekju Jóns Sigurðssonar til íslendinga. Hún kom í Nýjum félagsritum 1848, sama árið og ritgerð Gísla Brynjúlfssonar í Norð- urfara. Þetta tvennt, þessi samfella ritanna um boðskapinn, sem lítur út eins og tilviljun, en voru örlög, er eitt hið stærsta og skemmti- legasta dæmi sem til er í bóka- og blaðasögu nítjándu aldarinnar um frjósemi og djúp áhrif tímaritanna á íslenzkt þjóðlíf og stjórn- málaþróun. Þó að Gísli Brynjúlfsson væri ákafari í orðum í grein- um sínum um frelsishreyfingarnar, þá var Jón Sigurðsson ekki síður í uppnámi í bréfum til vina sinna: gamla Evrópa er nú þegar í loga, ítalir eru hamslausir og Frakkar orga af gremju og svo er kviknað í Þýzkalandi. En Gísli segir í Norðurfara um einvaldana 1848, að þeir verði aldrei einvaldir aftur, þeir verði framvegis að hlýða vilja þjóða sinna og endurminningin um hina voðalegu stjórn mun neyða þá til að stjórna löglega, því síðan orðin Mene Tekel voru skrifuð á vegg, hafa aldrei konungar óttast meir eða skolfið ákafar en í byltingunum 1848. Um miðja öldina og á seinni hluta hennar urðu ýmsar breytingar á tímaritaútgáfunni og blaðamennskunni: Nýjar bók- menntir koma nú til og ný stjórnmálaviðhorf og að nokkru leyti nýjar samgöngur, sem gerðu mögulegar nokkrar bætur á dreif- ingu blaða, þó að henni væri lengi ábótavant. Meginbreytingin er upphaf Þjóðólfs og Lanztíðindanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.