Eimreiðin - 01.01.1969, Qupperneq 25
Ill.ÖÐlN, SA(; l\' OG SAMTÍfílN
7
höfundarnir sjálfir drægju sig iðulega í hlé, kærðu þeir sig ekki
einlægt um að standa álengdar, jDeir voru oft þátttakendur í bar-
daganum. Magnús Stephensen var með frönsku byltingunni, gagn-
rýninn á sumt í eðli hennar og atferli, en trúaður á gildi þess bezta
í henni til sköpunar nýs tíma. Finnur Magnússon var með
Napóleoni, Jónas Hallgrímsson var með Heine, Tómas Sæmunds-
son var af sumum í samtíma sínum kallaður ólmur maður fyrir
málafylgju sína og áhuga, en hann var sá forvígismaður tímans,
sem sjálfur hafði í langri utanför persónulega séð mest af Jiess
háttar tíðindum umheimsins, sem hann og ýmsir vinir lians og
félagar sögðu frá og urðu fyrir áhrifum af og boðuðu öðrum.
Þessi samruni heimsfréttanna og heimamálanna kemur hvergi íram
í öðrum eins eldmóði og í Norðurfara Gísla Brynjúlfssonar. Hann
er í íslenzku lífi og bókmenntum lúðurþeytari byltinganna — bylt-
ingabókmenntanna í Evrópu kringum 1848. En í praktískri póli-
tík kristallaðist þetta allt mest og bezt, gæfulegast og glæsilegast í
hugvekju Jóns Sigurðssonar til íslendinga. Hún kom í Nýjum
félagsritum 1848, sama árið og ritgerð Gísla Brynjúlfssonar í Norð-
urfara.
Þetta tvennt, þessi samfella ritanna um boðskapinn, sem lítur
út eins og tilviljun, en voru örlög, er eitt hið stærsta og skemmti-
legasta dæmi sem til er í bóka- og blaðasögu nítjándu aldarinnar
um frjósemi og djúp áhrif tímaritanna á íslenzkt þjóðlíf og stjórn-
málaþróun. Þó að Gísli Brynjúlfsson væri ákafari í orðum í grein-
um sínum um frelsishreyfingarnar, þá var Jón Sigurðsson ekki
síður í uppnámi í bréfum til vina sinna: gamla Evrópa er nú þegar
í loga, ítalir eru hamslausir og Frakkar orga af gremju og svo er
kviknað í Þýzkalandi. En Gísli segir í Norðurfara um einvaldana
1848, að þeir verði aldrei einvaldir aftur, þeir verði framvegis að
hlýða vilja þjóða sinna og endurminningin um hina voðalegu
stjórn mun neyða þá til að stjórna löglega, því síðan orðin Mene
Tekel voru skrifuð á vegg, hafa aldrei konungar óttast meir eða
skolfið ákafar en í byltingunum 1848.
Um miðja öldina og á seinni hluta hennar urðu ýmsar
breytingar á tímaritaútgáfunni og blaðamennskunni: Nýjar bók-
menntir koma nú til og ný stjórnmálaviðhorf og að nokkru leyti
nýjar samgöngur, sem gerðu mögulegar nokkrar bætur á dreif-
ingu blaða, þó að henni væri lengi ábótavant. Meginbreytingin er
upphaf Þjóðólfs og Lanztíðindanna.