Eimreiðin - 01.01.1969, Blaðsíða 26
8
EIMREIÐJN
Það er venja að telja þetta upphaf eiginlegrar íslenzkrar blaða-
mennsku, en er samt hæpið, því að bæði þessi rit eru enn öllu
nær því að vera tímarit en blöð í nútímaskilningi og voru hálfs-
mánaðarrit. Hins vegar voru þau nrinni en gömlu tímaritin, átta
síður fyrst, og að jafnaði í þeim fleiri og styttri greinar en fyrr var
og að þessu leyti voru þau í blaðasniði. Þjóðólfur var vel og fjör-
lega skrifaður. Fyrsti ritstjórinn var Sveinbjörn Hallgrímsson, hug-
kvæmur og lipur blaðamaður, en meiri þunga til pólitískra áhrifa
fékk Þjóðólfur í höndum næsta ristjórans, Jóns Guðmundssonar,
sem var einnig hagsýnn í rekstri blaðsins, reyndur í stjórnmálum
og vel ritfær. Þjóðólfur var öflugt áróðursbiað í stjórnarandstöðu.
Lanztíðindin, sem Pétur Pétursson, síðar biskup, stýrði, voru nokk-
uð íhaldssamari, en studdu þó stjórnarfarslegar nýjungar og ýrnis
nytsemdamál. Enn er talað um svefn og áhugaleysi íslendinga —
Mikið sofið þér, Islendingar — og vaknið þér nú, segir í inngangs-
grein Þjóðólfs. I Lanztíðindunr er talað um nauðsyn góðrar blaða-
mennsku og skoðanaskipta. Önnur blöð, senr sigldu í kjölfarið, voru
Ný tíðindi Magnúsar Grínrssonar 1851, Ingólfur 1853, Norðri
1853, Hirðir 1857 og íslendingur 1860. Nú er þá komið fram að
og franr yfir Þjóðfundinn og farið að gæta ýnrissa nýrra stjórnmála-
álrrifa og þessi blöð eiga nrikinn þátt í því að skapa og festa nýtt
íslenzkt þingræði og örari unrræður en áður þekktust, og ahrrenn-
ingur átti nokkuru greiðari aðgang að því en áður, að koma sínu
áliti á framfæri.
Jafnframt lréldu áfram tímarit r eldra sniðinu, eins og Ný Sumar-
gjöf og Iðunn (frá 1860). Ný nrerk safnrit fóru að konra út og
sérfræðirit eins og Safn til sögu íslands (1853), Skýrslur um lands-
hagi og Tíðindi unr stjórnarmálefni íslands. Þessi rit sýna enn
sambandið milli þessarar útgáfustarfsemi og opinbers lífs. Þau eru
að vísu í sjálfu sér lrlutlaus fræðirit, en líka nrikilsverður styrkur
til fræðslu og að nrinnsta kosti til óbeins áróðurs og stuðnings í
kröfunr unr sjálfsforræði og fjárforræði. Það er eitt megineinkenni
í stjórnmálabaráttu þessara ára, fyrst og fremst undir forustu Jóns
Sigurðssonar, að undir hana er rennt sögulegunr og fræðilegunr
rökum. Saga og stjórnmál hafa oft verið nátengd.
Á þessunr árunr fara einnig að konra út sérrit um kirkjumál,
búnrál, heilbrigðismál, ættfræði og bera vott unr nýtt fjör og ný
viðfangsefni í menningarlífi þjóðarinnar. Það sést víðar og víðar,
hversu blöðin og tímaritin eru mikilsverður þáttur í því nýja