Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Side 27

Eimreiðin - 01.01.1969, Side 27
HLÖÐIN, SAGAN OG SAMTÍÐIN 9 þjóðfélagi, sem er að gróa í landinu. Það er gott mannval á rnargan hátt, sem enn stendur að blaðamennskunni og tímaritunum og koma enn fram einstakir menn, sem hafa mjög greinilega og góða hæfileika í þessa átt eða beita áhrifum sínum og gáfum meðal margs annars í þá átt að gefa út tímarit og skrifa í blöð. I raun og veru var Jónas Hallgrímsson aðalritstjóri Fjölnis og hans góði andi í fagurfræðilegum efnum, þó að Tómas Sæmundsson væri þeirra félaga ákafastur og þó raunhæfastur. Jón Thoroddsen var viðriðinn ritstjórn þriggja blaða eða tímarita. Matthías Jochumsson var um skeið ritstjóri Þjóðólfs og Grímur Thomsen ritstjóri ísafoldar og Benedikt Gröndal gaf sjálfur út tímaritið Gefn og skrifaði það einsamall á árunum 1870 til 74, auk þess skrifaði Gröndal mikið í blöð. Annar straumur í blaðamennsku þessa tíma — annar en þessi nokkuð róttæku og skáldlegu viðhorf Benedikts Gröndal og annarra skálda, — er svo stefna og stíll manna eins og Árna Helgasonar, Péturs biskups, Jóns Sigurðssonar og Jóns Guðmundssonar eða Hjaltalíns landlæknis og Páls Melsted. Allt voru þetta góðir rithöf- undar og merkir menn á sínu sviði, sem að jafnaði var reyndar annars staðar en í blaðamennsku, þó að þeir skrifuðu ágætar grein- ar um áhugamál sín. Páll Melsted var líka einn af brautryðjendum, einn af upphafsmönnum Þjóðólfs. Hinir stóðu að góðum blöðum, t. d. íslendingi, ágætu og nytsamlegu fræðslu- og bókmenntablaði, sem að jafnaði fylgdi frjálslyndri og þjóðræknislegri stenfu. Af þess- um mönnum var Jón Sigurðsson umsvifamestur og máske beztur blaðamaður. Norður á Akureyri reis svo um Jressar mundir (um 1853) upp nýr blaðamaður, Björn Jónsson, fyrst með Norðra, seinna með Norðurfara (1862—85). Björn var ný gerð ritstjóra, hann var prent- smiðjueigandi og mest framkvæmdastjóri og leiðbeinandi blaðs síns, en skrifaði lítið sjálfur, en meðal þeirra, sem skrifuðu í blað hans, var einn af ágætustu og útsmognustu höfundum tímabilsins, Arn- ljótur Ólafsson, sem einnig stóð að Nýjum félagsritum og Skírni. í hópi þessara eldri blaðamanna er Sveinn Skúlason, sem líka var hvorutveggja prentsmiðjustjóri og ritstjóri og var líka að því leyti sérstæður í hópnum, að hann var hagfræðingur og stjórnfræðingur að mennt í upphafi, þótt síðar gerðist hann prestur, og var í þessu nokkuð hliðstæður Arnljóti. í kjölfar þessa fyrsta hóps, sem kalla má og brautryðjendur að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.