Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Qupperneq 28

Eimreiðin - 01.01.1969, Qupperneq 28
10 EIMREIÐIN vissu leyti, kom ný kynslóð blaðamanna upp úr miðri öldinni og á síðari hluta hennar. Einn fyrsti, sérkennilegasti og fjölhæfasti maður hennar var Jón Olafsson, ævintýramaður, eins og hann kallaði sjálfan sig. Hann var fæddur 1850 og gerðist fyrst ritstjóri 17 ára gamall og var síðan blaðamaður mikinn hluta æfi sinnar, ]ró að hann fengist við margt annað, en hann andaðist hálfsjötugur 1916. Fyrsta blað lians var Baldur og stóðu einnig að því góðir rit- höfundar eins og Páll Melsted, dr. Jón Þorkelsson rektor og Matthí- as Jochumsson. Jón Olafsson gaf út mörg blöð eða stóð að þeim, hann var gott skáld, snjall þýðari, prýðilega máli farinn, fjölfróður og sífellt lifandi og leitandi og kom víða við, í viðskiptamálum og skólamálum, samgöngumálum og sjálfstæðismálum og ekki var sízt- ur áhugi hans á íslenzkri tungu og rannsókn hennar. Þar mættust áhugamálin undir ævilok þeirra beggja andstæðinganna, hans og Björns Jónssonar í Isafold. Jón Olafsson gat verið ákafamaður og ofstopa í ritdeilum, þó að hann væri hverjum manni prúðari í dagfari og í þingræðum. Hann fékk mjög að kenna á erfiðleikum þeim og andstreymi, sem bersögul blaðamennska í stjórnarandstöðu gat orðið fyrir og þurfti tvívegis að fara landflótta fyrir þær sakir. Jón Ólafsson var einn af fjölhæfustu, sérkennilegustu og merkustu mönnum síns samtíma. Aðrir mikilhæfir menn stýrðu þá einnig liöfuðblöðum. Björn Jónsson gerði ísafold að vissu leyti að stónældi í íslenzku þjóðlífi um langt skeið. Hann var skörungsmaður, sérkennilega ritfær, víða heima og lét mörg mál merkilega til sín taka á fyrri árum. ísafold hans hófst um þjóðhátíðina og jókst að áhrifum og gildi og ekki sízt uppúr aldamótum, er blaðið hélt fram ströngum kröfum í stjórnmáladeilum við Dani. Annars var ísafold oft fremur lióf- samlegt eða íhaldsamt blað, móts við það senr blöð hinna yngri manna urðu undir aldalokin, einkum hjá Einari Benediktssyni og Þorsteini Gíslasyni og að ýmsu leyti hjá Þorsteini Erlingssyni og Valdimar Asmundssyni. Upp úr þjóðhátíðarárinu kemur enn nýr fjörkippur í blaða- mennskuna. Það ár tók Matthías Jochumsson við Þjóðólfi. Menn hafa að jafnaði ekki gert mikið úr blaðamennsku sr. Matthíasar og hann lét svo stundum sjálfur, að hún liefði ekki verið sér mikið áhugamál. En ýmsir ágætir eiginleikar sr. Matthíasar nutu sín vel í ritstjórn hans, sífelld leit lians að einhverju nýju og merku, sívak-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.