Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.01.1969, Blaðsíða 29
blöðin, sagan OG SAMTÍÐIN ] ] andi andi hans og óþreytandi elja hans við ritstörfin. Þegar blaða- greinar sr. Matthíasar verða skoðaðar rækilega og þeim safnað, mun koma í ljós ný og merkileg hlið á þessari furðulegu og frjósömu andans hamhleypu. Seinna tók Hannes Þorsteinsson við Þjóðólfi, sá sjófróði ættfræðingur, og var traustur og góður ritstjóri. Valdimar Ásmundsson gerði úr Fjallkonunni létt og lipurt fróðleiksblað, ekki síst fyrir ýmsan þjóðlegan fróðleik, og fitjað var upp á ýmsum nýjungum. Meðal annara blaða frá þessum árum eru Skuld 1877, Fróði 1880, Austri 1883 og Þjóðviljinn 1886 og gaf Skúli Thorodd- sen hann lengi út, og var áhrifamikill stjórnmálamaður. Á seinni hluta 19. aldar hófust ný og góð tímarit, eins og Andvari og Tímarit Bókmenntafélagsins og um aldamótin, 1895, stofnaði Valtýr Guð- mundsson Eimreiðina, sem hafði mikil áhrif á stjórnmál og bók- menntir og dr. Jón Þorkelsson gaf út Jyjóðlegt og skemmtilegt myndablað, Sunnanfara. Um aldamótin kemur enn nýr fjörkippur í blaðamennskuna. Þá verða einnig aldahvörf í stjórnmálum og bókmenntum og nýtt atvinnulíf er að vaxa upp. Gömlu blöðin, sem nefnd voru, eru orðin rótgróin, vinsæl og áhrifarík og stundum dálítið stöðnuð og íhald- söm. Nýr blaðasvipur að því er efni og form og umbrot varðar kemur með íslandi Þorsteins Gíslasonar 1897. Hann boðaði í blöðum sínum, Sunnanfara og ísland, skilnað við Dani. Einar Benedikts- son fer að gefa út Dagskrá 1896 og reynir árangurslaust að gera úr henni dagblað. Jón Ólafsson reynir einnig að láta Reykjavíkina koma út tvisvar í viku og byrjaði að gefa út dagblað 1906. Það kom fyrst út í 700—800 eintökum á dag „en hefur þorrið mjög nú að síðustu í skammdeginu og illviðrunum." Einnig var farið að gefa út sérstaka fregnmiða, þegar eitthvað mikið var á seyði, en blöðin komu sjaldan eða ekki nema einu sinni í viku. Stundum voru þessir fregnntiðar seldir og saga var um það, að þegar maður einn sá að fregnmiðinn kostaði 2 aura, hætti hann við að fá sér hann. „Ég frétti það hvort sem er seinna." Þrír menn mörknðu mest blaðamennsku þessara umbrotaára og höfðu mest áhrif: Björn Jónsson, Jón Ólafsson og Þorsteinn Gísla- son og voru eiginlega allir ritstjórar að ævistarfi, þótt þeir kæmu einnig víða annars staðar við sögu. Þorsteinn var blaðamaður um 42 ár, Björn 35 ár, Jón meir en 30 ár. Áhrif Björns og störf eru fyrst og fremst bundin við ísafold en Jón Ólafsson stýrði mörgum blöðum eins og áður segir. Blöð Þorsteins Gíslasonar voru Sunnan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.