Eimreiðin - 01.01.1969, Page 32
14
EIMREWIN
fólki geta myndir og tal útvarpsins fullnægt. Útvarpið er hin rnikla
nýung nútímans í fjölmiðlun. Einn af ritstjórnm eldri tímans,
Þorsteinn Gíslason, spáði því í útvarpserindi um 1930, að form
blaða og bóka ætti eftir að breytast mikið, minnka að fyrirferð, og
yrðu gefin út á plötum eða í einhverju siíku formi, sem heyra
rnætti eða lesa með sérstökum tækjum. Sumt af þessu er þegar orðið
að veruleika. í Landsbókasafninu eru nú til tæki til að taka upp
blöð og bækur, bæði á mjófilmuvél og spjaldvél til varðveizlu og
plásssparnaðar. Með tækjum þessum er hægt að taka upp heil dag-
blöð á lítið spjald og síðan er lesið af því í annarri vél. Safngeymsla
blaðanna er orðin vandamál, ekki eingöngu af því að þau eru
rúmfrek, heldur af því að Jaau liggja undir skemmdum af mikilli
notkun og þyrfti einhverja bót á Jjessu að ráða.
Bókaprentun af filmum úr filmusetningavél er byrjuð — fyrsta
heila bókin var Skáldskapur og Stjórnmál Þorsteins Gíslasonar hjá
Lithoprent og Almenna bókafélaginu — í athugun munu vera kaup
á blaðaprentsmiðju með áþekku nýju sniði. Á sama tíma hefur
svo haldið áfram útbreiðslu hljóðvarps og sjónvarps, með nýjum
samböndum innanlands og utan og til athugunar hefur verið sam-
band við útvarpshnött.
íslenzk blöð og erlend eiga margt sameiginlegt, blöðin eru alþjóð-
legt stórveldi, þó að þau hafi mörg þjóðleg sérkenni. Islenzk blöð
hafa nú um langan aldur gegnt miklu og merku hlutverki í íslenzku
Jrjóðlífi, þau hafa verið ólík og misjöfn, en þau hafa gegnt hlutverki
sínu með prýði og átt mikinn þátt í því að varðveita forn verðmæti
og móta ný.