Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Page 43

Eimreiðin - 01.01.1969, Page 43
SMÁSAGA Eftir Alex Amtzen Hann var lagvirkur og vannst vel þegar hann gekk til starfa, enda var hann eftirsóttur til vinnu. Hann sá Önnu Lísu í fyrsta skipti heima í Uppsal, og hún hafði þeg- ar í stað þau úhrif á hann, að hon- um fannst lífið tómlegt án hennar. Þegar hann stóð uppi í kirkjunni og hringdi klukkunum á sunnu- dögum, fannst honum sem hann væri að hringja henni til lofs og dýrðar og engum öðrum. Þá brást það heldur ekki, að hún leit upp þangað sem hann stóð, og hún brosti til hans. Þau sáust oftar og oftar saman, og það var talið sjálfsagt að þau væru heitbundin. Hún kom líka stundum heim til hans og kynntist móður hans, sem ekki gat betur séð en sonur hennar hefði dottið í lukkupottinn. En hver svo sem ástæðan var, þá gat Andrés aldrei verið fullkomlega öruggur um Önnu Lísu. Augu hennar voru svo dulráð og bros hennar sömuleiðis. Það var eins og hún væri alltaf á verði — einnig gegn honum, og drægi sig í hlé þegar minnst varði. En Andrés var ástfanginn og forð- aðist að hugsa frekar um þetta, en reyndi að telja sér trú um, að stúlk- an lians væri bara svona feimin. Þannig leið sumar og vetur, og móðir Andrésar fékk ekki séð, að eftir neinu væri að bíða með brúð- kaupið. Andrés var orðinn tuttugu og firnm ára, og Anna Lísa var tvítug. En þegar gamla konan minntist á brúðkaup eyddi stúlkan slíku tali með brosi. — Ekkert ligg- ur á, sagði hún, og þessu sam- sinnti Andrés. En hann meinti þó allt annað. Hann tók til að lagfæra útihúsin á bænum, síðan fór hann að smíða innanstokksmuni. „Henni þykir víst ekki mikið til gamla skransins koma,“ hugsaði hann. Og honum þótti, sem Önnu Lísu væri ekkert of gott og allt væri væri leggjandi í sölurnar fyrir hana. Móðir hans sló nýjan vef, og hún brosti, þegar sonurinn spurði hana, hvað hún, ætlaðist fyrir með þessu. Vitanlega var hún að vefa ný lök og ábreiðu á rúmið hans — rúmið þeirra. Hún hugsaði ná- kvæmlega eins og sonurinn, að ein- ungis það bezta væri nógu gott handa stúlkunni hans. Og þegar Anna Lísa kom í heimsókn, sá hún hvað til stóð, og hún brosti, en sagði ekkert. Svo var það á vinnuhjúaskildaga um vorið, að hún fluttist frá Upp- sal að Seli, sem var stærsta býlið í sveitinni. Og engnm kom til hug- ar annað, en þessi vistaskipti væru af því, að hún hefði þráð einhverja tilbreytingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.