Eimreiðin - 01.01.1969, Side 45
brúðargangá
27
„Einmitt — og það er fátæktin,
sem þú óttast. En þú vissir það þó
frá upphafi, að ég er fátækur."
Andartak leið, áður en hún svar-
aði. Honum var ekki ljóst, hvern-
ig henni var innanbrjósts. En þeg-
ar hann virti andlit hennar fyrir
sér, sá hann greinilega, að bros
hennar var í reyndinni ekki bros,
heldur var þetta einhver vipra við
munninn, sem líktist brosi. Hún
sat með hendur í skauti, og hann
sá, að það glóði á hring á fingri
hennar.
„Það var aldrei ætlun mín, að
við trúlofumst. . . en mér er fjarska
vel við þig. Andrés, þú mátt ekki
reiðast mér, vegna þess arna, ég
get ekki annað, en . . .“
„Við segjum þá skilið hvort við
annað héðan í frá?“
„Óli hefur talað um, að láta lýsa
með okkur . . .“
„Já, einmitt." Andrés reis þung-
lega á fætur, stóð ráðleysislegur í
sömu sporum og horfði á hana.
Einhver var á ferli úti á enginu.
Kannske var það Óli.
„Jæja, ég þakka þér fyrir, Anna
Lísa . . . fyrir það sem var.“
„Andrés! Hvað ætlastu fyrir?“
„Ég? Ég kynnist áreiðanlega ein-
hverri annarri . . .“
Anna Lísa sat kyrr og starði fram
fyrir sig löngu eftir að Andrés var
farinn. Hún skildi vel, hvernig til-
finningum hans var varið, og ekki
var laust við að hún fyndi til sam-
vizkubits. Þau höfðu búið allt svo
vel í haginn þarna upp frá, Andrés
°g móðir hans. En sjálf gat hún
ekki annað, en hún hafði gert.
Hún hafði yfirgefið fjölskyldu
sína sökum jiess, að hún undi ekki
fátæktinni og flökkulífinu. Á ferð-
um sínum um byggðirnar hafði
hún komizt að raun um, hvernig
lífið gat verið — um leið sá liún,
hversu ranglega hún og ættflokkur
hennar notuðu tækifærin. Nei,
hún þoldi ekki lengur heimilis-
leysi og öryggisleysi. Og þegar hún
og Óli væru gift, mundi hún
kannski geta verið Andrési hjálp-
leg og móður hans líka. Hún gekk
hljóðlát heim að bænum og tók
aftur til við störf sín í rúmgóðu
eldhúsinu í Seli.
Andrés var nú öðru vísi en hann
átti að sér að vera. Móður hans
grunaði, hvað amaði að honum,
en vildi ekki hnýsast í einkamál
hans. En þegar hann fór að hafa
orð á því að fara alfarinn burtu,
varð hún angurvær og óttaslegin.
Hún hafði aldrei hugleitt þann
möguleika, að hún kynni að verða
einsömul á býlinu þeirra. Andrés
var kominn að þeirri niðurstöðu,
að Ameríka væri hið eina sem gæti
bjargað honum úr því sem komið
var, og þangað ætlaði hann að fara.
Og einn góðan veðurdag staflaði
hann öllum nýju húsgögnunum á
flutningavagn og ók þeim til verzl-
unarstaðarins niðri í sveit. Þar seldi
hann þennan varning og fékk ríf-
lega greiðslu fyrir. En það nægði
honum þó ekki fyrir farseðli til
Ameríku; þar vantaði mikið á. Þau
ræddu málið heilt kvöld, hann og
móðir hans, og þegar þau höfðu
vellt þessu fyrir sér langa stund,
og hún hugsað málið í nokkra