Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 46

Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 46
28 EIMREWIN daga, ákvað hún að fara í banka og veðsetja jarðarskikan fyrir láni handa Andrési. En hún sagði syn- inum ekkert frá þessu tiltæki sínu, fyrr en allt var klappað og klárt. Þá lagði hún peningana á borðið. Nú gat hann farið hvert sem hon- um þóknaðist. Hringjarastarfinu hafði hann þegar sagt lausu, en þannig vildi til, að síðasti sunnu- dagurinn, sem hann skyldi gegna starfinu, var einmitt brúðkaups- dagur Önnu Lísu og Óla í Seli. En hann ætlaði sér ekki að gegna hringjarastarfinu þennan dag. En móðir hans sagði: „Þú verður að fara til kirkjunnar. Ég vil ekki að það verði sagt um þig, Andrés, að þú hopir af hólmi og gegnir ekki skyldu þinni." ,,Ég get það ekki, mamma. ..“ „Sonur minn getur allt,“ sagði gamla konan og laut að honurn, og grá augu hennar voru næstum hörkuleg. „Veiztu hvers vegna fað- ir þinn var með bæklaðan fót, Andrés? Hann stundaði viðarhögg einsantall uppi í Vígáskolli haustið, sem þú varst ársgamall. Þá gerðist það, að tré féll á fótinn á honum. Hann var þarna aleinn og þrjár mílur til byggða. Hann féll fyrst í öngvit, og raknaði ekki við fyrr en seint og síðar meir. En hann lét ekki hugfallast, heldur sagaði hann trjábolinn sundur þar sem hann lá yfir fótinn á honum. í hálft annað dægur var hann að saga, síðan bjó hann sér til staf- prik, og á því skreiddist hann til byggða. Hann vissi, að ég var ein- sömul heima með þig ársgamalt barnið. — Maður getur ávallt það sem maður vill, hafi maður nógu sterkan vilja.“ Hún tók nú að ganga frá far- angri Andrésar, því að henni var það ljóst, að hann varð að komast sem fyrst á brott úr byggðinni, til þess að losna frá umtali fólksins. En hún vildi ekki að hægt væri að segja niðrandi orð um son sinn eftir að hann væri farinn, og að hann hefði ekki staðið í stöðu sinni. Og Andrés hringjari gekk heim á kirkjustaðinn einn sólbjartan sunnudag til þess að hringja klukk- unum í síðasta sinn. Honum var hugsað til skapfestu og styrks móð- ur sinnar. Og þó að hann færi brott úr byggðinni, skyldi ekki líða á löngu unz hann gæti boðið henni að dveljast hjá sér. Honum var sama um kotið, bankinn mátti hirða það. Nú ætlaði hann að hringja kirkjuklukkunum fyrir Önnu Lisu, þó að hann vissi að í eyrum sínum myndi ómur þeirra láta eins og líkhringing yfir sjálf- um honum. En móðir hans hafði á réttu að standa; fólkið í sveitinni skyldi ekki geta sagt, að hann hefði brugðist. Kirkjan troðfylltist. Fólk kom langt að til þess að vera viðstatt brúðkaup tatarastúlkunnar og stór- bóndans — og sitt af hverju skraf- aði það sín á milli. — Skyldi ekki hafa verið nóg af konuefnum í sveitinni fyrir Óla í Seli. Þurfti hann endilega að finna sér flökku- kind, og leiða hana til sætis á óðalinu? Ojæja, bezt var að bíða við og sjá, hvernig allt færi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.