Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Page 50

Eimreiðin - 01.01.1969, Page 50
32 EIMREWIN í röð hinna beztu bóka, er hann hafi lesið. Að lokinni úthlutun lista- mannalauna liefjast venjulega deilur um úthlutunina. Þetta er nokkurn vegin árvisst íyrirbæri. Einum finnst, að einhver hafi fengið of mikið, en annar of lítið og sá þriðji hafi verið settur hjá. Sumir bera jafnvel í munni sér, að listamenn séu flokkaðir eftir pólitískum litum og, að úthlut- unarnefndin hafi meira augna- yndi af einum lit en öðrum. Það er víðsf jarri mér, að varpa nokkrum skugga á störf téðrar nefndar. — Það er hvort tveggja, að ég ber lítil kennsl á störf þessa fólks, sem nefnd þessi er að verð- launa, sem og liitt, að ég hef fremur lítinn áliuga á því fyrir- bæri, sem kallað er list. Þar af leiðir, að mér er það alger ráðgáta hvernig nefnd sú, er hér kemur við sögu, fer að |dví, að þekkja t. d. sextíujmsund króna höfund frá þrjátíuþúsund króna höfundi — eða hvernig hún fer að greina þrjátíuþúsund króna höfund frá hinum, sem er ekki einu sinni þrjátíu þúsunda virði? Trúin er sannfæring um það, sem maðurinn ekki sér, segir postulinn. Við verðum að trúa því, að margnefnd nefnd, hafi uppgötvað einhver þau lögmál, er geri henni kleyft, að reikna út eiginleika og afkastagetu manna til listsköpunar með ekki minni nákvæmni, en slyngur ráðanautur flokkar kýr á sýn- ingu eftir mjólkurmagni þeirra og fleiri eiginleikum. í mínu ungdæmi heyrði ég stundum talað um skáld af guðs náð. — Mér skildist, að enginn gæti orðið skáld, að minnsta kosti ekki gott skáld, nema náð guðs hvíldi yfir honum, — og að hann gæti fengið innblástur að ofan. Mér skilzt, að nú leggi menn mjög lítið upp úr innblæstrinum — og að guðs náð skifti í raun- inni engu máli, jafnvel ekki fyrir þá, sem fást við að setja saman skáldverk guði til dýrðar. Nú skiftir það öllu máli, að menn fái nægilega starfsþjálfun og starfsaðstöðu. — Annars er þetta voðalega orð — starfsað- staða — að tröllríða hverri mann- legri athöfn í okkar landi. Eng- inn virðist geta neitt, sökum vondrar starfsaðstöðu. Vísinda- menn og listamenn virðast þó vera fremstir í flokki og ötulastir að berja lóminn. En nú hefir verið tilkynnt, að nokkurri upphæð verði úthlutað til listamanna, sem starfsstyrkj- um. Við skulum vona, að það bæti starfsaðstöðu þeirra sem þá hljóta, og að þeim hinum sömu auðnist, að leggja fram umtals- verðan árangur í þeirri listgrein, sem þeir lielga krafta sína.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.