Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Page 54

Eimreiðin - 01.01.1969, Page 54
36 EIMREIÐIN skerðingu á þeim forsendum, að úr því yrði bætt, þegar hann kæmi til hinna himnesku tjald- búða? — eða hvort myndi nokkur kennimaður dirfast að halda slíku fram við áheyrendur sína? Haft er eftir Lenín, að trúar- brögðin væru ópíum fyrir fólkið. Er þetta útlagt svo, að trú á ei- líft líf dragi úr áhuga hinna snauðu fyrir bættum kjörurn hérna megin grafarinnar. Hefir Lenín verið mikið skammaður fyrir þessa skilgreiningu, bæði lífs og liðinn. í rauninni er þetta þó ekki eins voðalegt og menn hafa lát- ið í veðri vaka. Það hefir jafnan verið talið mannúðarverk að draga úr þjáningum náungans, jafnvel þótt með deyfilyfjum væri. I annan stað er sá tími löngu liðinn, að trúin sé ópíum fyrir fólkið eða orki sem hemill á baráttu þess fyrir bættum kjör- um, að minnsta kosti hér á norð- urhjara heims. — En þar með er ekki sagt, að fólkið sé laust við hin andlegu deyfilyf. Nú eru vís- indin orðin það, sem trúarbrögð- in voru áður, að dómi Leníns — ópíum fyrir fólkið, en það hefir sá vitri maður sennilega ekki séð fyrir. Og hver skyldi svo sem dirfast að standa uppi í hárinu á vísind- unum? — A tímurn atvinnuleysis og hvers konar efnahagslegra þrenginga eru þau okkur það, sem krossinn var áður — lífsvon- in eina. — Því til sönnunar er okkur sagt, að síðastliðinn ára- tug hafi okkur — í fyrsta skipti, síðan land byggðist, — verið stjórnað á vísindalegan hátt. Það er okkar ópíum á líðandi stund. Svo er það unga fólkið, sem ætlar að skapa nýjan og betri heim. — Við, liinir öldnu von- um, að því takizt betur en okk- ur. I eyrurn ungs fólks hlýtur það að hljórna eins og öfugmæli eða skrítla, að við höfum einnig ætlað okkur að skapa nýjan og betri heim, — en svona er nú þetta samt. En við skulum ekki vera að rifja það upp, það yrði allt of löng saga. Mönnum dettur svo margt í hug meðan þeir eru ungir og líf- ið er ekki farið að tuska þá til neitt að ráði. Við gömlu mennirnir erum ekki alltaf ánægðir með unga fólkið, enda þótt við höfum ekki alltaf hátt um það. Þannig var það einnig í gamla daga. Gömlu mennirnir voru ekki alltaf ánægðir með okkur. —■ En ég held, að þeir hafi verið opin- skárri í dómum sínum um hina uppvaxandi kynslóð. Þeir voru nefnilega alls óhræddir við unga fólkið, en við erum hinsvegar dálítið smeykir. Eitt dæmi verð- ur að nægja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.