Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Qupperneq 61

Eimreiðin - 01.01.1969, Qupperneq 61
ÍSI.ENZK SKÓLALÖGGJÖF OG SKÓLASTARF 43 undanförnum áratug hefur tala kennara við Háskólann meira en tvö- faldast. Á þessu ári mun ljúka störfum nefnd, sem skipuð var fyrir rúmum tveim árum til þess að gera tillögur um framtíðaruppbyggingu Háskólans næstu tvo áratugina. Ný löggjöf var sett um Kennaraskólann 1963, og var lilutverki hans og skipulagi gerbreytt frá því sent áður var, þ. e. hann var þá gerður að stúdentaskóla. Sama ár var með löggjöf komið á fót Tækniskóla íslands. Fram til þessa hefur hann veitt tæknifræðingum þriggja ára menntun, en tvö síðustu árin hafa verðandi tæknifræðingar orðið að stunda nám erlendis. Nú nýlega hefur verið ákveðið, að gera byggingatæknifræðing- um kleift að ljúka námi sínu algjörlega hér heima, og munu fyrstu íslenzku byggingatæknifræðingarnir, sem algjörlega stunda nám sitt á íslandi, brautskrást úr Tækniskólanum 1971. Árið 1966 var sett ný iðnfræðslulöggjöf, þar sem víðtækar breytingar og endurbætur voru gerð- ar á iðnfræðslunni. Árið 1966 var sett ný löggjöf um vélstjóranám og sama ár um Stýrimannaskólann í Reykjavík, en árið 1964 höfðu verið sett lög um nýjan stýrimannaskóla í Vestmannaeyjum. Árið 1962 var sett ný löggjöf um Hjúkrunarskóla og árið 1965 um Húsmæðrakennara- skóla fslands. Árið 1965 voru sett lög um Myndlista- og handíðaskóla, en um þá menntun höl'ðu áður ekki verið sérstök lög, og árið 1963 voru sett lög um fjárhagsstuðning við tónlistarskóla, en um þá skóla hafði heldur engin löggjöf verið til áður. Eins og ég gat um áðan, er ástæða þess, að ég hef l'ram til þessa ekki lagt til við Alþingi, að ný lög verði sett um skólakerfi og fræðsluskyldu, sú, að þessi löggjöf er rammalöggjöf og hægt að gera allar breytingar, sem nauðsynlegar eru taldar á námsefni, kennsluaðferðum og próf- tilhögun, sem æskilegar þykja, án lagabreytinga. Meginþorri skólamanna og nemenda er þeirrar skoðunar, að því ákvæði laganna um skólakerfi og fræðsluskyldu, að miðskólapróf eða landspróf skuli vera aðalleiðin til inngöngu í menntaskóla og sérskóla, eigi ekki að breyta. Ég minnist ekki heldur neinnar ítarlegrar eða rökstuddrar tillögu um, hvað koma ætti eða komið gæti í staðinn fyrir almennt, samræmt inntökupróf í menntaskóla eða sérskóla. Um það aðalatriði laganna um skólakerfi og fræðsluskyldu, að börn og unglingar séu fræðsluskyld á aldrinum 7 til 15 ára, er það að segja, að skoðanir eru skiptar um það, hvort fræðslu- skylduna eigi að lengja, t. d. um eitt ár, eða ekki. Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að innan tiðar hljóti að koma að því, að skólaskylda verði lengd um eitt ár og verði 9 ár. Með hliðsjón af Jreim miklu breyt- ingum, sem gerðar hafa verið, bæði á fræðsluskyldustiginu og gagnfræða-, sérskóla- og háskólastiginu á undanförnum árum og varið hefur verið stórauknu fé til, hefur frani til þessa ekki verið fjárhagsgrundvöllur fyrir lengingu skólaskyldunnar. Hvort það er gert og hvenær það verður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.