Eimreiðin - 01.01.1969, Qupperneq 63
ÍSLENZK SKÓLALÖGGJÖF OG SKÓLASTARF
45
veru orðið alveg ófullnægjandi og úrelt viðhorf, að nægilegt sé að endur-
skoða skólalöggjöf þjóðar með vissu millibili, t. d. á 10 til 15 ára fresti,
framkvæma allsherjarendurskoðun á námsefni og námsskrá öðru hvoru.
Breytingar á þekkingu og þjóðfélagi gerast smám saman og eru alltaf að
eiga sér stað. Þess vegna þarf skólakerfi, námsefni og námstilhögun í
raun og veru að vera í sífelldri endurskoðun. Gildandi löggjöf um skóla-
kerfi og fræðsluskyldu hér gerir slíkt einmitt mögulegt. Þannig hefur
verið unnið undanfarin ár, og þannig tel ég að vinna eigi áfram.
í samræmi við þessi sjónarmið var árið 1966 komið á fót sérstakri
deild innan menntamálaráðuneytisins, sem annast á stöðugar vísinda-
legar rannsóknir á skólakerfinu og gera tillögur til úrbóta jafnóðum.
Skólarannsóknadeildin hefur m.a. beitt sér fyrir og haft umsjón með
ýmsum tilraunum um nýjungar í námsskipan og kennsluháttum á barna-
og gagnfræðaskólastiginu. Samkvæmt tillögum hennar var sérstakri
nefnd falið að endurskoða námsefni og kennsluhætti í eðlis- og efna-
fræði í barna- og gagnræðaskólum, og hefur nefndin skilað ítarlegri
álitsgerð um það efni. Hliðstæð endurskoðun, að því er varðar Iíffræði,
er nýlega hafin. í ársbyrjun 1968 var sett reglugerð um samræmt gagn-
fræðapróf, þar sem gert er ráð fyrir, að gagnfræðapróf verði samræmt
landspróf í íslenzku, dönsku, ensku og stærðfræði. Skipuð var nefnd til
þess að undirbúa og annast þessa samræmingu, og hefur hún samið
drög að námsskrá fyrir gagnfræðadeildirnar, sem kennt er eftir í vetur
í reynsluskyni. Á s.l. hausti var einnig gengið frá drögum að námsskrá
fyrir landsprófsdeildir, og eru þau reynd í skólunum í vetur. Náms-
skrárnar verða síðan endurskoðaðar að fenginni þessari reynslu. Um
allt framangreint endurskoðunarstarf hefur Skólrannsókndeild mennta-
málaráðuneytisins haft hönd í bagga. Ýmsar tilraunir hafa og verið
gerðar á sviði málakennslu á fræðsluskyldustiginu. Og nú í vor eru
fyrirhugaðar ýmsar breytingar á framkvæmd landsprófsins frá því, sem
áður hefur verið.
Með þessu stutta yfirliti hef ég viljað gera tilraun til þess að skýra
tengsl þessa frumvarps um menntaskóla við þá heildarendurskoðun
íslenzkrar skólalöggjafar og skólastarfsins á fræðsluskyldustiginu, sem
átt hefur sér stað undanfarin ár og stendur enn yfir. Stefnan hefur
verið sú, að setja fyrst nýja löggjöf uni alla sérstaka skóla og skólastig,
en framkvæma samtímis breytingar í þeim skólum, þar sem fræðslu-
skyldan er framkvæmd, þar eð gildandi lög gera beinlínis ráð fyrir því,
að nauðsynlegar breytingar innan skóla og skólastiga fræðsluskyldunn-
ar séu framkvæmdar, án þess að lagabreyting þurfi að koma til. Að
þessu loknu eigi síðan að setja ný lög um sjálfa fræðsluskylduna og taka
ákvörðun um lenginu hennar, þegar það reynist fjárhaglega kleift.
Breytingar hafa raunar einnig verið gerðar í framkvæmd á mennta-