Eimreiðin - 01.01.1969, Page 64
46
EIMREIÐJN
skólastiginu, sem eins konar tilraunastarfsemi til undirbúnings þeirri
allsherjarlöggjöf, sem ltér liggur nú fyrir. A menntaskólastiginu hafa
ýmsar þær nýjungar, sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir að teknar séu
upp í öllum menntaskólunum, þegar verið reyndar nokkur undanfarin
ár. Tel ég það vera heilbrigða stefnu að gera ekki tillögur um gagn-
gerar breytingar, fyrr en nokkur tilraunareynsla hefur af þeiin fengizt.
Að svo mæltu skal ég gera grein fyrir samningu þessa frumvarps og
helztu breytingum, sent samþykkt þess ltefði í för nteð sér á gildandi
lögunt unt menntaskóla og skólastarfinu á menntaskólastiginu. Frum-
varpið er samið af nefnd, sent menntamálaráðuneytið skipaði 7. marz
1963 til þess að endurskoða gildandi laga- og reglugerðarákvæði um
menntaskóla. í nefndina voru skipaðar:
Kristinn Ármannsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, formaður,
Ármann Snævarr, hákólarektor, Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, dr.
Broddi Jóhannesson, skólastjóri Kennaraskóla íslands, Jóhann S. Hann-
esson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, dr. Jón Gíslason,
skólastjóri Verzlunarskóla íslands og Þórarinn Björnsson, skólameistari
Menntaskólans á Akureyri. Árna Gunnarssyni, fulltrúa í menntamála-
ráðuneytinu, var falið að vera ritari nefndarinnr. Sumarið 1964 var
Magnús Magnússon, prófessor, skipaður varamaður háskólrektors, og
gegndi hann því starfi þar til í janúar 1966. Hinn 1. september 1966 skip-
aði ráðherra í nefndina Jtá Einar Magnússon, rektor, er hafði tekið við
stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík og Guðmund Arnlaugsson, rek-
tor hins nýstofnaða Menntaskóla við Hamrahlíð. Loks tók Steindór Stein-
dórsson sæti í nefndinni haustið 1966, er hann hafði verið settur skóla-
meistari Menntaskólans á Akureyri. Kristinn Ármannsson, rektor gegndi
formennsku í nefndinni, Jrar til hann lézt í júní 1966. Þá var Þórarinn
Björnsson skipaður formaður, en vegna veikinda hans tók Jóhann S.
Hannesson við formennsku í ágúst 1966, og var hann skipaður formaður
eftir lát Þórarins Björnssonar í febrúar 1968.
Helztu breytingar, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, eru þessar:
Tala Menntaskóla verður ekki lengur ákveðin í lögum, heldur er
gert ráð fyrir, að um stofnun nýrra skóla fari eftir fjárveitingu Al-
þingis og ákvörðun ráðherra. Ég hef orðið þess var, að ákvæði frum-
varpsins um, að tala menntaskóla skuli ekki lengur ákveðin í lögum,
heldur háð fjárveitingu Alþingis og ákvörðun ráðherra, jafngildi breyt-
ingu á þeim ákvæðum gildandi laga, að stofna skuli menntaskóla á
ísafirði og Austurlandi. Hér er um algeran misskilning að ræða. Ég
tel sjálfsagt, að ráðherra stofnsetji menntaskóla á Jteim stöðum, sem
Alþingi veitir fé til, að menntaskólar séu reknir. Ég get þess vegna lýst
því yfir, að ég tel Joá ákvörðun Aljringis, að menntskólar skuli vera á
ísafirði og á Austurlandi, verða í fullu gildi og mun ákveða stofnun